Þér finnst…

Ég hef ofsalega gaman af því að setja inn smá spurningakönnun hér til hliðar og hef skipt út könnun svo til reglulega.

Ég tók saman fyrri spurningakannanir og í ljós kom að lesendur þessarar síðu eru eftirfarandi/ hafa eftirfarandi skoðanir:

Að sjálfsögðu er þetta ekki aðferðafræðileg góð könnun þar sem sami einstaklingurinn svaraði  ekki öllum spurningunum en þetta gefur samt smá yfirlit yfir lesendahópinn.

Til að draga saman þessar niðurstöður útfrá meirihluta:

 • Það er mjótt á munum á milli þeirra sem geta talað um kynlíf við heldra fólk (35%) en tæpur meirihluti  (40%) á erfitt með að tala um kynlíf við eldra fólk
 • Fólk er á báðum áttum hvort það vilji fá skýrslu frá fyrrverandi um sig.. ætli það fari ekki aðalega eftir því hvort hún væri gagnleg (29%)
 • 60% telja útlit píkunnar vera einstaklingsbundið
 • Um helmingur vill fá að vita meira um kynlífstækni og „öðruvísi“ kynlíf
 • 38% stundar sjálfsfróun óreglulega en 39% amk einu sinni í viku
 • Meirihluta finnst ein hjúskaparlög eiga að gilda á Íslandi (eins og nú er!)
 • Flestar stelpur fjarlæja hár undir höndum og á leggjum (55%) en strákar fjarlægja af nára og andliti (31%)
 • 21% kvenna hafa látið karlmenn gæla við endaþarminn en 17% karla hafa gælt við endaþarm kvenna
 • 57% voru 15-17 ára þegar höfðu fyrst samfarir (en það er alveg á meðaltali sem íslenskar rannsóknir hafa fengið, meðalaldur er iðullega í kringum 15,7 ár)
 • Rúmur helmingur myndi EKKI kaupa Jón Gnarr víbrator
 • Meirihluta fannst fullnæging mjög mikilvæg en 28% hefur samfarir sjaldnar en einu sinni í viku

Nýlega var gerð stór samantekt á kynhegðun Bandaríkjamanna, ein sú stærsta sem hefur verið gerð þar í fleirri áratugi.

Það er því áhugavert að bera þetta saman við þær tölur og aðrar tölur sem ég hef vitnað í frá Bandaríkjunum.

Bráðlega greini ég frá fyrrgreindri rannsókn svo það er vissara að fylgjast með!

Ef þú ert með óskir um einhverja sérstaka könnun/ákveðnar spurningar þá tek ég mjög vel í allt slíkt.

Sigga Dögg

fagnar mögulegum túlkunum á þessum niðurstöðum í athugasemdum-