Kynlífsgyðjan & furries

Eitt sem ég hef verið að lenda í að undanförnu og það er samasem merki sem lesendur setja á milli þess sem ég fjalla um hér á síðunni og í fyrirlestrum og það að ég stundi fyrrgreinda hegðun.

Ætli þetta sé ekki eitthvað sem flestir kynfræðingar lendi í. Ég er það sem ég stúdera, eitthvað þannig. Sem samt felur í sér þversögn því almannarómur virðist vera sá að sálfræðingar séu þeir allra skrýtnustu og að ónefndir líkamsræktaroglífstílsfrömuðir þurfi að láta myndvinna sig til að uppfylla ímyndina sem þeir selja.

Það virðist vera svo að faglegur áhugi jafngildi persónulegri iðkun en til þess benda amk ýmsar athugasemdir sem ég hef fengið.

Það pirrar mig svosem ekkert enda er bráðnauðsynlegt að hafa húmor í þessu fagi (sem og öðrum) en þetta er áhugavert, að vera sett á stall sem einhvers konar „kynlífsgyðja“ sem sé að allan daginn og útaf óstöðvandi kynlífslöngun fór að læra fagið. (Líkist mýtunni um aðra starfsgrein kvenna…)

Hvað um það. Langaði bara að koma þessu frá mér. Vona ég hafi ekki eyðilagt neitt fyrir þér kæri lesandi góður en þú mátt endilega halda í ímyndina sem þú hefur búið til.

Að öðru.

Ef þú hefur gaman af allskyns fantasíuleik eins og t.d. Dungeons and Dragons þá er þetta mögulega eitthvað fyrir þig.

Mér var bent á áhugaverða síðu um sérframleidd kynlífstæki.

Kynlífstæki mörg hver líkja oft eftir þekktum dýrategundum án þess þó að vera tengd við dýrahneigð samanber hin fræga kanína, fiðrilid og höfrungurinn. Ætli þetta eigi ekki að höfða til krúttsins í kaupandanum (eða virðist á einhvern hátt minna ógnandi).

Þessi framleiðandi, Bad Dragon, sem ég fjalla um núna tekur þessi tæki hinsvegar á annað plan þar sem hann skapar persónu í kringum tækið og þar með fantasíuna um að tækið sé „viðkomandi“. Hér um ræðir því varúlfadildóa og drekapíkur svo eitthvað sé nefnt.

Kaupendur geta svo lagt fram séróskir um tæki og samkvæmt framleiðandanum þá er þó nokkur áhugi & eftirspurn eftir svona tólum og oftar en ekki séu það “furries” sem sækja í þetta.

Hér má lesa viðtal við framleiðendur tækjanna (varúð, ögn grafískar myndir fylgja viðtalinu).

Furries” er í raun sérpistill útaf fyrir sig en ætti ekki að blanda saman við dýrahneigð, þó vissulega megi deila um hvar mörkin liggi.

Í stuttu máli þá eru furries þeir sem fara í dýrahlutverkaleik í búning (eða ekki) með öðru fólki og oftar en ekki verður leikurinn kynferðislegur. Viðkomandi hefur þá skapað sér sína dýrapersónu með tilheyrandi persónueinkennum og áhugamálum og er þá nokkur víxlun á hegðun sem einkennir dýr og þeirri sem einkennir menn þegar fólk er í „hlutverki“. Þá getur heitið einnig átt við fólk sem er með blæti fyrir tuskudýrum.

Innskot 6.júlí 2014: Samtök Furries á Íslandi vilja benda á að furries tengist ekki endilega kynferðislegri hegðun heldur berst fyrir dýraverndun.

Dr. Phil hefur lítillega fjallað um þennan hóp í samnefndum þætti sínum

[youtube]http://youtu.be/n2pfHFeqbMc[/youtube]

CSI sjónvarpsþátturinn bandaríski tók þetta einmitt fyrir í einum þætti hjá sér fyrir nokkrum árum. Þetta virðist þó ekki hafa verið mikið rannsakað og er yfirleitt tekið saman með „öðruvísi“ blæti og útskýrt á svipaðann hátt. Þessi þáttur endurspeglar illa hvernig furries eru.

Nú hlýtur að vera svona samfélag hér á Íslandi þó ég hafi ekki heyrt af því… En þetta finnst mér vissulega áhugavert þó það sé kannski ekki allra.

Ef þú vilt kynna þér blæti nánar (og svona „öðruvísi“ kynhegðun) þá bendi ég á bókina Deviant Desires: Incredibly Strange Sex, sjá nánar hér.

Sigga Dögg

-sekkur sér ofan í hitt og þetta…-