Fóstureyðingar

Guttmacher stofnunin tók saman áhugavert myndband um tölfræðina á bakvið fóstureyðingar í Bandaríkjunum en sífellt fleiri fylki eru að setja strangari kröfur um rétt kvenna til fóstureyðingar.

Það væri áhugavert að sjá svipaða myndræna framsetningu á íslenskri tölfræði en samkvæmt tölum frá 2009 þá hefur orðið mikil fækkun fóstureyðinga hjá stúlkum 19 ára og yngri eða 140 stúlkur. Hafa þær ekki verið færri síðan árið 1991. Hver svo sem skýringin á því er…. Nánari tölfræði má nálgast á heimasíðu Landlæknisembættisins, hér.

Mynd fengin úr tímaritinu Talnabrunnur, október 2010.

Sigga Dögg
-hvetur til opinskárrar umræðu um ÖLL málefni-