Valley of the Dolls

Heimildarmynd um menn sem eiga dúkkur (Real Dolls) sem maka

Dúkkurnar í þessari mynd eru frá bandarísku fyrirtæki er kallast Real Dolls.

Það var stofnað af Matt McMullen árið 1996 sem vann við að gera skrímslagrímur og þess háttar fyrir kvikmyndir. Honum leiddist það og stofnaði þetta fyrirtæki ásamt konunni sinni sem sér um bókhaldið.

Dúkkurnar eru gerðar úr heilli sílíkon húð með ryðfrírri stál “beinagrind”. Þær geta setið sjálfar í stól en ekki staðið né stutt sig sjálfar. Þær eru um 50 kg á þyngd (geta þó verið allt að 75 kg!). Þær eru alveg vatnsheldar og hægt er að hreyfa alla útlimi.

RH_USA_REALDOLL18H.jpg

“Daman” kostar um 5500 US$ og ef þú hendir 150$ til viðbótar þá færðu líka álfaeyru! Hún er send heim til þín, íklædd brjóstahaldara og kjól í trékassanum sínum, eftir rétt rúma fjóra mánuði frá því þú pantar hana.

Hægt er að velja um fjórar gerðir af líkama og tíu andlit. Þannig getur þú keypt einn líkama en mörg andlit eða líkamshluta. Einn líkama geta því verið margar dúkkur. Dúkkurnar eru með gat í munni, rassi og pjöllu. Hægt er að velja mismunandi hárkollur, litarhaft, kynfærahár, brjóstastærð og í raun sérhanna dúkkuna algerlega eftir þínum “þörfum”. Allt er hægt fyrir aukapening…. Þá er líka hægt að fá stelpustrák (chick with dick) eða karlmannsdúkku.

eyeinsert_sm

En ef þú ert að spara þá getur þú líka bara keypt ákveðin líkamshluta.

Viðhaldið er víst ekki svo flókið og það fylgja hreinsigræjur og leiðbeiningar um hvernig sé best að geyma þær. Einnig færðu viðgerðar gæjur þar sem slysin geta jú gerst.

Mér tókst ekki að grafa upp neinar rannsóknir um menn sem kaupa dúkkur en byggt á þeim heimildarmyndum sem ég hef séð um það þá eru þetta oft menn sem eiga erfitt með sambönd við “alvöru” konur. Dúkkurnar séu því öruggar því þær hafna þeim aldrei og eru ekki óútreiknanlegar. Svipuð rök og þeir sem eru með dýrahneigð gefa fyrir því að vera með dýri fram yfir fólk. Hvort þetta sé það sama get ég ekki fullyrt um en vissulega eru frásagnirnar svipaðar. Þá veit ég að einn meistarneminn við skólann minn er að spá í þessu sem mögulegu ritgerðarefni, það verður spennandi að fylgjast með því…

Howard Stern mælti eindregið með dúkkunum og hafa þær fengið þó nokkra athygli í kjölfarið. Vefsíða fyrirtækisins fær víst yfir tíu þúsund heimsóknir á dag og “business is booming” eins og þeir segja. (þá sérstaklega eru þær vinsælar hjá Japönum og Þjóðverjum samkvæmt eigandanum..)

insertout_sm

Það sem er kannski óhuggnalegast við kynlífsdúkkur er sú staðreynd að Japanir eru komnir skrefinu lengra í þessar framleiðsu heldur en þetta bandaríska fyrirtæki þar sem að þeir framleiða nú svona dúkkur sem eru eftirlíkinar af raunverulegum börnum. Þannig getur þú sent ljósmynd af barni og fyrirtækið gerir þannig dúkku. Þarna vil ég meina að farið sé yfir strikið þar sem rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að svona dúkkur hindra menn í að fara og brjóta gegn barni… Rannsóknum hefur heldur ekki tekist að sýna að þessar dúkkur ýti undir að menn brjóti gegn barni þar sem prófíll barnaníðings getur verið ansi flókinn en ég kannski geri sérstakan pistil um það ef áhuga er fyrir…

En hvað finnst þér?

Gæti svona dúkka (fullorðins) verið lausnin á 3-some “deilu” margra para?

Sigga Dögg

sem finnst tæknin alveg stórmögnuð þar sem nýjasta nýtt er að láta dúkkurnar tala og stynja og sína smá líkamsviðbrögð-