Áhugaverð lesning

Ég datt niður á blogg (reyndar 4 blogg) sem var verkefni blaðamannsins Súsönnuh til eins árs.

Hún auglýsti eftir bréfum frá 4 hópum af fólki; 1) karlmönnum sem horfa á klám,

2) karlmönnum sem kaupa sér vændi

 

 

 

 

3) konum sem stunda vændi.

 

og

4) Karlmönnum sem sækja strípistaði

 

Ég las nokkrar frásagnirnar og þetta var virkilega áhugavert og margir ágætis punktar.

Þetta er að sjálfsögðu ekki bein rannsókn og ekkert  er vitað um trúverðugleika frásagnanna (en það er reyndar möguleg hætta í eigindlegum rannsóknum) en mér fannst þetta áhugaverð lesning.

Vissulega eitthvað sem hægt er að detta niður í á miðjum vinnudegi þegar heilinn þarf smá frí og síðan ætti ekki að koma þér í klandur í opnu rými því það eru engar myndir á síðunni.

Sigga Dögg

-myndi vilja sjá svona verkefni hér á Íslandi-