Kjaftað um kynlíf 2012

Ég ákvað að taka saman alla Kjaftað um Kynlíf þættina svo þú kæri lesandi gæti einnig orðið hlustandi!

Sér í lagi þar sem jól og áramót lenda á mánudegi í ár en það er jú minn útvarpsdagur og því er um að gera að hlusta á eldri þætti og vonandi verða einhvers vísari áður en nýja árið gengur í garð.

(ATH stundum þarf að smella á myndina af Durex til að fá spilarann í gang á síðunni hjá K100.5)

Fyrsti þátturinn, 10.september: Kjaftað við Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðing um námið og kynlífsráðgjöf

17.september: Kjaftað við Pál Óskar Dr. Love“ (ath, þátturinn er í 6 hlutum…)

24.sept.: Kjaftað við Hildi Sverrisdóttur lögfræðing um fantasíur

1.október: Kjaftað við Guðrúnu Elsu verðandi bókmenntafræðing um erótískar bókmenntir

8.okt.: Kjaftað við Ilm um kynlíf & ungt fólk

15.okt.: Kjaftað við Gerði & Rakel  Blush.is dömur um sögu víbratorsins

22.okt.: Kjaftað við Hrafnhildi um það lífið eftir trans aðgerðina & kynlíf

29.okt.: Kjaftað við Óttar Guðmundsson geðlækni um blæti (fetish)

5.nóv.: Kjaftað við sérfræðing um BDSM

12.nóv.: Kjaftað við Gerði & Rakel Blush.is dömur um kynlífstækni, stellingar og græjur

19.nóv.: Kjaftað við Thomas meistaranema um klám

26.nóv.: Kjaftað við Ásdísi grasalækni um kynlöngun kvenna og náttúrulegar leiðir til úrbóta á skorti á löngun

10.des.: Kjaftað við MIG um g-blettinn og saflát (female ejaculation/ squirt)

17.des.: Kjaftað við Hildi & Eddu ljósmæður um kynlíf eftir barneignir og á meðgöngu

Og þar hafið þið það (og ég er að leita að þessum fyrstu þáttum sem vantar svo kvíði eigi)!

Ég þakka annars samfylgdina á þessu ári sem er að klárast og óska þér og þínum gleðilegra jóla og lofa enn fleiri kynfræðitengdum fréttum og umfjöllunum á næsta ári!

(Auðvitað má svo finna pistlana fyrir Fréttablaðið hér á síðunni og á facebook)

Sigga Dögg

-er farin í jólafrí!-