Blæðingar…og græjurnar!

Stelpur forvitnast oft um hin ýmsu mál tengdu blæðingum á fyrirlestrum og því tók ég saman nokkrar vörur sem mér þykja sniðugar.

Þetta er kannski sérstaklega mikilvægt þegar ég frétti af því að ein dama sem var með kynfræðslu neitaði að fræða stelpurnar um nokkuð annað en dömubindi og sagði þeim að þær ættu ekki að nota neitt annað…Já neinei stelpur, ykkur er frjálst að nota það sem hentar ykkur og það er ansi margt í boði!

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var frædd um blæðingar og túrtappinn var settur í vatnsglas og ég mun aldrei gleyma því. Aldrei. Mér fannst það gersamlega ógeðslegt.

Því er ágætt að sjá að það er allskonar í boði (og reyndar eru svo túrtappar ekkert svo hræðilegir þó þetta vatnsglasdæmi sé hryllingur).

Beppy túrtappar eru náttúrulegir, umhverfisvænir og hægt að nota þá í kynlífi

beppy-t-rtappi-dry-8-8370big

Ef þig langar að prófa bara 1 þá geturu einnig keypt hann stakann

beppy-t-artappi-wet-1-21834big

Svo er til álfabikar sem er fjölnota, umhverfisvænn og góður fyrir píkuna

femmecup-lfabikarinn-fr-b-r-8460big

Þá er ég mjög hrifin af túrtöppum (og dömubindum) sem eru ekki með drasli í (aukaefnum og klóri oþh.) og mér þykir Natracare vörurnar vera æði

natracare-t-atappi-8363big

Og eitt, enginn á að þurfa drepast úr verkjum þegar hún er á blæðingum svo endilega smelltu þér til kvensjúkdómalæknis ef hið mánaðarlega er að fara með þig.

Og enn annað, það er hægt að stunda kynlíf á blæðingum en þú getur fengið kynsjúkdóm og orðið ólétt svo vissara er að nota smokkinn.

Sigga Dögg

-hvetur til smá tilraunastarfsemi þegar kemur að blæðingum því allar fílum við misjafna hluti! –