Kjaftað um Kynlíf – allir þættirnir!

Jæja, nú er Kjaftað um Kynlíf farið í sumarfrí en það þýðir ekki að slá slöku við því ALLIR þættirnir eru aðgengilegir á netinu svo það má hlusta í góðu tómi á alla þættina, í allt sumar 🙂

siggaDogg-713x298

Þættirnir frá september til desember 2012 þar sem kjaftað var um BDSM, klám, kynlífsráðgjöf, blæti, trans, víbratora og svo margt margt fleira.

Kjaftað um fjölsamband (polyamory) við Settu

Kjaftað um kynfræðslu við Ástráð

Kjaftað um líkamshár, spil og píkuna

Kjaftað um typpi og skapabarmaaðgerðir

Kjaftað við Veigar, annan þáttastjórnanda Tveir+Sex

Kjaftað um ófrjósemi, typpi, pólitík og kynfræðslu

Kjaftað um Kvennafræðarann, leikrit í Þjóðleikhúsinu, við leikkonuna Mariönnu Clöru

Kjaftað um HIV við Einar, formann HIV samtakanna á Íslandi

Kjaftað um samfélagsmiðla, kynlíf og unglinga við Svövu úr félagsmiðstöð í Breiðholtinu

Kjaftað um kynfræðslu og kynlíf þroskahamlaðra einstaklinga við Maríu Jónsdóttur félagsráðgjafa

Kjaftað um kynlíf, klám, húmor og teiknimyndir við Hugleik Dagsson

Kjaftað um Kynlíf er farið í sumarfrí!

En auðvitað má „læka“ facebookarsíðuna og skoða eldra efni

Gleðilegt sumar!

Sigga Dögg

– er komin með gott samansafn af áhugaverðum málefnum til að kjafta um fyrir haustið!-