Píkuheilsa

Nýverið var ég spurð af unglingspilti hvort það væri í lagi að setja rjóma í píku kærustunnar. Ég svaraði hikandi að það ætti að vera í lagi svo lengi sem stelpunni væri sama en sumar erum við viðkvæmar fyrir sykri og getum fengið sveppasýkingu svo það er eiginlega bara vissara að vera ekki að setja mikið matarkyns þarna inn, sérstaklega ekki ef það er með sykri í.

rjómi

Því ég fæ ótal margar spurningar um píkuna þá ætla ég að koma með smá lista um hluti til að hafa í huga.

 • Píkan vill ekkisykur í sig; það þýðir, ekki setja súkkulaðisósu, sleipiefni með sætuefnum í (bragði) eða nammi uppí píkuna, eða uppí munn sem er að fara sleikja píkuna
 •  Ef þú ætlar að setja grænmeti eða ávöxt uppí píkuna þá er vissara að skola vel áður og ekki er verra að skella smokk á það, eða jafnvel bara skræla. Passaðu að það brotni ekki inni í henni því það getur verið erfitt að ná út því sem er lengst inni í leggöngum. Tökum banana sem dæmi – það getur verið gott að hafa hann léttfrystan því þá er hann stinnari og síður líklegri til að brotna eða merjast. Gæti líka verið sniðugt að halda honum í hýðinu. Og muna – smokkinn!
 • Þú ferð ALDREI úr rassinum yfir í píkuna, ofsalega leiðinleg sýkingarhætta og óþægindi
 • Vatnsleysanleg sleipiefni fara best í píkuna og gott er að miða við að hafa þau paraben frí (rotvarnarefni), getur skoðað og keypt þau hér. Sleipiefni eru hentug bæði í sjálfsfróun og í kynlífi með öðrum
 • Ekki smúla píkuna með vatni þegar ert í sturtu eða þegar stundar sjálfsfróun, bara skola utan á en ekki inn í
 • Ekki skola hana með sterkum sápum með ilmefnum, passaðu að nota mjög milda sápu og oftast ætti vatn bara að duga
 • Pissaðu eftir kynlíf til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingu
 • G-bletturinn er umdeilt fyrirbæri og það getur verið gaman að leita að honum en kynlífið þitt er ekkert verra eða fullnægingin síðri ef þú finnur hann ekki, passaðu bara að vera orðin vel blaut og gröð áður en ferð að pota inn í leggöng (cirka 3-4 cm inn, fingur snúa í átt að lífbeini/maga) og örvaðu snípinn samtímis. Sumar finna bara einu sinni fyrir honum, sumum finnst það ekkert spes örvun og sumar blotna meira við örvun hans
 • Píkan getur verið mismikið blaut alveg eins og þú getur verið mismikið gröð
 • Það eru til allskonar túrtappar og bindi – finndu út hvað hentar þér
 • Sum kynlífstæki geta ert píkuna og því er gott að smella á þau smokk fyrir notkun. Þá líka þarftu ekki að þrífa þau eftir á heldur bara hendir smokkinum
 • Píkan verður ekki víð við notkun, hún getur lagað sig að lim en lagar sig svo líka bara aftur tilbaka – píkan er því ekki víð! Hún getur hinsvegar verið misblaut.
 • Ef þú finnur sterkari lykt en venjulega, útferð er öðruvísi en venjulega eða þig klæjar, eða er illt þá er fínt að kíkja til læknis, þú gætir verið með bakteríusýkingu eða sveppasýkingu og slíkt er hægt að laga með kremi eða töflum, lítið mál, en ekki gera ekki neitt
 • Túrblóð er ekki geislavirkt og því ekki hættulegt að stunda kynlíf á blæðingum en þú getur orðið ólétt og/eða fengið kynsjúkdóm svo um að gera að verja sig upp
 • Ef þú heldur að þú sért ólétt – pissaðu á próf og farðu til heimilislæknis
 • Píkan er ekkert sérlega hrifin af kynlífi í vatni því vatn getur „þurrkað“ upp leggöngin og þá verður kynlífið ekki gott svo ágætt að hafa það í huga
 • Snípurinn er næmasti staðurinn á píkunni og flestallar píkur þurfa örvun á honum til að fá fullnægingu. Hann smyr sig ekki sjálfur og því er gott að nota bleytu úr píkunni, munnvatn eða sleipiefni til að nudda hann

Ég bæti svo kannski bara við þessa upptalningu þegar ég man eftir fleiri atriðum sem þarf að hafa í huga þegar kemur að píkufróðleik og heilsu.

images

Athugasemdir og viðbætur eru vel þegnar!

Sigga Dögg

– fagnar opinni umræðu um píkuna og vill meiri fræðslu-