Girls who like boys to be girls…

Be who you are and say what you feel, because those who mind, don’t matter, and those who matter, don’t mind.
Dr. Seuss

gaypride 2008

Hinsegin Dagar á Íslandi….

Ég verð að segja að Gay Pride skrúðgangan er í algeru uppáhaldi hjá mér og því ómissandi hluti af viðburðum ársins. Við vorum að tala um GayPride í skólanum um daginn. Þegar ég minntist á að um þriðjungur íslensku þjóðarinnar fagnaði deginum þá fengu ástralarnir sjokk. Hér í Perth telst það met ef um fimm þúsund manns mæta, af tveimur milljónum íbúum! Samnemendur mínir sögðu að Ísland væri greinilega mjög framarlega í kynferðismálum, ertu sammála?

Nýleg könnun sem Durex lét gera í 41 landi fann að um 12% þeirra sem svöruðu höfðu átt kynferðislega upplifun með einhverjum af sama kyni. Þegar hlutfall samkynhneigðar í samfélaginu er skoðað þá hafa kannanir fengið að um 1,4% kvenna og 2,8% karla séu samkynhneigð. Þá eru það yfirleitt fleirri konur sem segjst vera tvíkynhneigðar heldur en karlar.

Réttmæti þessara talna má svo eflaust deila um en það sem mér finnst áhugaverðast er munurinn á þeim sem telja sig vera samkynhneigða og þeirra sem telja sig vera gagnkynhneigða en stunda svo kynlíf með einhverjum af sama kyni. Það er til ein kenning um kynhneigð sem reynir að útskýra þetta. Hún segir kynhneigð vera á vídd og að það sé þurfi að aðgreina milli hegðunar, hugsana og tilfinninga. Þú getur verið samkynhneigður í hugsun og tilfinningum en gagnkynhneigður í hegðun,; og þar fram eftir götunum. Áhugaverð pæling sem ég held að margt sé til í þar sem tilfinningar og hegðun fara ekki endilega saman.

Þá er einkar merkilegt að skoða samkynhneigð hjá hinum og þessum menningarsamfélögum og í gegnum mannkynssöguna… þá þótti mörgum Forn Grikkjum flott og virðingarvert að vera hinsegin…svo ekki sé nú minnst á indíjánana í ameríku!

Þá hafa kynlífssérfræðingar greint frá því að algengt umræðuefni í meðferð séu samkynhneigðir draumar hjá gagnkynhneigðu fólki. Svar fræðinganna…. þessir draumar eru fullkomlega eðlilegir, mjög algengir og lítið til að hafa áhyggjur af.

sæðið

Bisexuality immediately doubles your chances for a date on Saturday night.
Woody Allen

Til að krydda þetta aðeins meira þá  er auðvitað líka hægt að vera asexual og þá hrífst maður af hvorugu kyninu. Það er talin vera kynhneigð rétt eins og sam- og gagnkynhneigð….

Mér finnst fjölbreytileikinn í manninum stórmerkilegur! Óháð því hvern þú kýst að kyssa eða elska þá finnst mér mikilvægast að vera samkvæmur sjálfum sér og fara eftir því sem hjartað segir þér!

Picture 2

Til hamingju með hinsegin daga og góða skemmtun!

dagskrána má svo nálgast hér

Sigga Dögg

-sem finnst alveg merkilegt að samkynhneigðir þurfi að berjast sérstaklega fyrir sömu réttindum og eru talin sjálfsögð mannréttindi í okkar samfélagi