Almennir skilmálar

 

Betra kynlíf er streymisveita í eigu Eggaldins ehf. sem veitir einstaklingum aðgang að mynd- og hljóðefni gegnum áskrift að fræðsluefni. Þjónustan er aðgengileg í gegnum heimasíðu Betra kynlífs (hér eftir „Betra kynlíf“) eða með smáforriti fyrir iOS og Android síma, Apple TV og fjölda snjallsjónvarpa.

Skilmálar þessir gilda um streymisveitu Betra kynlíf (hér eftir „þjónustan“). Þessir almennu skilmálar (ásamt þeim skjölum sem hér er vísað til) gilda og eru lagalega bindandi fyrir alla notendur þjónustunnar. Þú verður að lesa og samþykkja þessa almennu skilmála áður en þú notar þjónustuna. Með því að nota þjónustuna gefur þú til kynna að þú viðurkennir og samþykkir þessa almennu skilmála og ætlir þér að fara eftir þeim. Þessir almennu skilmálar gilda á meðan viðskiptasamband þitt við okkur stendur yfir. Ef þú á einhverjum tíma samþykkir ekki eða getur af öðrum sökum ekki farið eftir þessum almennu skilmálum hefur þú ekki rétt til að nota þjónustuna. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum almennu skilmálum. Í hvert sinn sem veigamiklar breytingar og/eða viðbót verður á þessum almennu skilmálum munt þú fá tilkynningu í gegnum tölvupóst eða notendareikninginn þinn í þjónustunni, eigi síðar en þrjátíu (30) dögum áður en breytingin og/eða viðbótin tekur gildi.

 

  1. Aðgengi og notkun

Forsenda fyrir notkun þjónustunnar er stofnun notendareiknings en það er gert á vefsíðu okkar. Þú getur hvenær sem er valið að slíta viðskiptasambandi þínu við okkur með því að segja upp áskriftinni. Þú segir upp áskriftinni á vefsíðu okkar undir „Aðgangsstillingar“ og velur þar „Hætta í áskrift“. Áskrift veitir þér ótakmarkaðan aðgang að straumspilun og spilun á efni. Þegar þú hefur stofnað notendareikning á vefsíðunni geturðu fengið aðgang að þjónustunni með því að:

  1. kaupa ótímabundna mánaðaráskrift með því að velja áskriftarleið og greiða fyrirfram mánaðargjald („áskriftargjald“) þar til þú velur að segja upp áskriftinni. Hvert mánaðartímabil þar sem þú ert í áskrift að þjónustunni með því að greiða áskriftargjaldið kallast „áskriftartímabilið“;
  2. kaupa ársáskrift með með því að velja áskriftarleið og greiða fyrirfram ársgjaldið („áskriftargjald“) þar til þú velur að segja upp áskriftinni. Hvert tímabil þar sem þú ert í áskrift að þjónustunni með því að greiða áskriftargjaldið kallast „áskriftartímabilið“.

 

Til að stofna notendareikning og fá aðgang að þjónustunni verður þú: 

  1. að hafa náð 18 ára aldri;
  2. að nota þjónustuna einungis fyrir persónulega einkanotkun og þar með ekki í neins konar viðskiptaskyni né í opinberri birtingu;
    1. Myndbönd þessi eru eingöngu ætluð til heimilis og einkanota en ekki til opinberrar birtingar. Opinber birting telst til dæmis sýning í myndbandakerfi fjölbýlishúsa, verslunum, veitingahúsum, vinnustöðum, skólum, fólksflutningabifreiðum, skipum, flugvélum og svo framvegis, hvort sem sýnt er gegn gjaldi eður ei. Fjölföldun á efni myndbandanna er með öllu óheimil.
  3. að sjá til þess að þjónustan sé ekki notuð í neinum ólöglegum eða óviðeigandi tilgangi og sjá til þess að enginn annar geri það gegnum þinn notendareikning;
  4. að sjá til þess að vörur, þjónustur og annað sem tilheyrir okkur séu ekki seldar með neinum hætti til þriðja aðila og þar með sé brotið gegn þessum almennu skilmálum; og
  5. að skrá greiðsluupplýsingar þínar.

 

Um leið og þú býrð til notendareikning velur þú þér notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn og notað þjónustuna. Gættu vel að bæði notendanafni og lykilorði og deildu ekki þessum trúnaðarupplýsingum með þriðja aðila. Við munum láta þig vita ef við teljum ástæðu til breytinga á lykilorðinu. Slík breyting kann að leiða til skammtíma rofs á aðgengi þínu að þjónustunni. Nauðsynlegt er að bregðast strax við ef grunur eða vitneskja er um að annar sé að nota notendanafn þitt og/eða lykilorð. Við þær aðstæður skuldbindur þú þig til að láta okkur vita og breyta lykilorði þínu. Að sama skapi áskiljum við okkar rétt til þess að loka á þjónustuna teljum við ástæðu til að ætla að óviðkomandi einstaklingur hafi fengið aðgang að notendanafni og/eða lykilorðinu.

 

  1. Notendasíður

Til þess að einfalda og bæta upplifun þína bjóðum við þér að búa til þína eigin síðu („notendasíða“). Á þinni notendasíðu gerum við þér kleift að gera upplifun þína af þjónustunni persónulegri, m.a. með því að mæla með efni byggt á því hvaða efni þú hefur áður horft á. Á notendasíðunni verður einnig að finna yfirlit yfir það efni sem þú hefur áður kynnt þér. Hver notendasíða er aðgengileg öllum sem nota notendareikninginn, en þetta hefur í för með sér að þú sem eigandi reikningsins, og/eða aðrir notendur notendareikningsins, getið skoðað, opnað, breytt eða eytt notendasíðum. Þú sem eigandi reikningsins berð alltaf ábyrgð á því að allir notendur notendareikningsins fari eftir og skilji innihaldið í þessum almennu skilmálum og hafi skoðað persónuverndarstefnuna og vefkökustefnu okkar.

Þjónustan getur innihaldið efni sem er óæskilegt fyrir börn undir lögaldri. Þessi síða er eingöngu fyrir einstaklinga eldri en 18 ára.

 

  1. Verð

Verð fyrir þjónustuna er að finna í verðskrá Betra kynlífs eins og hún er hverju sinni. Betra kynlíf áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá þjónustunnar og tilkynna viðskiptavinum með hæfilegum fyrirvara í samræmi við lög, eða með minnst þrjátíu (30) daga fyrirvara.

 

  1. Greiðslur, vanskil og tilboð

Til þess að þú getir nýtt þér þjónustuna þarft þú að skrá greiðsluupplýsingarnar þínar. Upplýsingar um greiðslumáta er að finna á vefsíðu okkar. Við gætum fyllsta öryggis við meðhöndlun greiðsluupplýsinga og felum einungis aðila sem uppfyllir viðeigandi alþjóðlega öryggisstaðla umsýslu þeirra.

Eingreiðslur eru greiddar þegar kaupin fara fram og áskriftargjöld eru greidd annað hvort mánaðarlega og fyrirfram (sama mánaðardag og áskrift var upphaflega keypt), eða árlega með einni færslu; með þeim greiðslumáta sem þú velur. Ef keypt er mánaðaráskrift er greitt fullt verð fyrir fyrsta mánuðinn, óháð því hversu langt er liðið á mánuðinn. Á sama mánaðardegi og áskrift var keypt er hún sjálfkrafa endurnýjuð fyrir þann mánuð og koll af kolli. Ef þú greiðir gegnum greiðsluþjónustu sem er veitt af þriðja aðila er mögulegt að þú verðir beðinn að samþykkja þjónustuskilmála viðkomandi greiðsluþjónustuveitanda. Betra kynlíf ber ekki ábyrgð á þjónustuskilmálum þriðja aðila.

Það er ávallt á þína ábyrgð að tryggja greiðslu hverju sinni. Ef seinkun verður á greiðslu lokast fyrir þjónustuna.

Ef þú hefur keypt áskrift að Betra kynlífi í gegnum þriðja aðila og reikningur fyrir þá þjónustu er ekki gefinn út af okkur, skulu greiðsluskilmálar þriðja aðilans gilda. 

Greiðslur eru ekki endurgreiddar né veitt inneign vegna þjónustu sem ekki er notuð eða einungis að hluta sbr. þó réttur nánar tilgreindur undir „Réttur til að falla frá samningi“.

Viljir þú að gera breytingar á áskrift þinni sem felur í sér hærra verð tekur nýtt áskriftargjald gildi sama dag og slík beiðni berst frá þér. Viljir þú að breyta áskrift þinni sem felur í sér lækkað verð kemur lækkunin og sjálf breytingin til framkvæmda á næsta gjalddaga.

Áskrift endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði og innheimtist þar til þú segir upp áskriftinni.

Betra kynlíf kann að bjóða viðskiptavini að prófa þjónustuna tímabundið án endurgjalds („prufutilboð“) og áskilur sér þá rétt til þess að binda slík tilboð ákveðnum skilyrðum. Við lok prufutímabils breytist tilboðið sjálfkrafa í áskrift að þjónustunni sem viðskiptavinur verður gjaldfærður fyrir í samræmi við gjaldskrá Betra kynlífs á hverjum tíma, nema annað sé tekið sérstaklega fram, fallið hefur verið frá samningi eða ef tilboðinu hefur verið sagt upp eigi síðar en á lokadegi prufutímabilsins.

 

  1. Uppsögn

Áskrift að þjónustunni getur þú sagt upp undir „Aðgangsstillingar“ á vefsíðu okkar. Uppsögnin tekur gildi frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir að uppsögn sannarlega berst.

 

Viðskiptasamband á milli þín og okkar er í gildi á meðan þú ert með notendareikning hjá okkur.

 

Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Betra kynlífi heimilt að takmarka aðgang viðskiptavinar að þjónustunni eða loka fyrir þjónustuna án fyrirvara.

 

  1. Réttur til að falla frá samningi

Viðskiptavinur, sem er neytandi í skilningi laga nr. 16/2016 um neytendasamninga, á rétt á því að falla frá samningi innan fjórtán (14) daga eftir að kaupin fara fram og fá fulla endurgreiðslu. Sá réttur er hins vegar ekki til staðar ef viðskiptavinur byrjar að nota þjónustuna með því að horfa á myndefni í gegnum hana, innan fjórtán daga frá því að viðskiptavinur virkjaði þjónustuna eða fékk staðfestingu þess efnis. Með því að byrja að nota þjónustuna, þ.e. með því að horfa á myndefni skv. áskrift, samþykkir viðskiptavinur að réttur til að falla frá samningi fellur úr gildi.

 

Unnt er að falla frá samningi með því að fara inn á „Aðgangsstillingar“ á vefsíðu Betra kynlífs.

 

  1. Meðferð persónuupplýsinga

Við skráningu á notendareikning höldum við utan um tilteknar upplýsingar um þig. Í persónuverndarstefnu okkar er að finna hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig við nýtum þær.

 

  1. Höfunda- og hugverkaréttindi

Skilmálar þessir hafa ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfunda- og hugverkarétti frá Betra kynlífi eða þriðja aðila til viðskiptavinar eða notanda þjónustunnar, ef notandi er annar aðili en viðskiptavinur.

 

Allt efnisinnihald þjónustunnar, þ.m.t. vörumerki Betra kynlífs eða þriðja aðila, texti, hönnun, grafík, ljósmyndir, myndir og ritstýrt efni er varið höfundarétti, hvort sem Betra kynlíf eða þriðji aðili er leyfishafi réttinda eða dreifingaraðili. Efnið er verndað af íslenskum og/eða alþjóðlegum höfundarétti.

 

Viðskiptavini er látið í té almennt, takmarkað og óframseljanlegt leyfi til að nota þjónustuna og horfa á myndefni, aðeins til einkanota (og ekki í neins konar viðskiptatilgangi). Viðskiptavinur samþykkir og ábyrgist að hann og eftir atvikum notandi þjónustunnar, muni ekki afrita, dreifa, gefa út, fjölfalda, leigja út, birta, senda út, endurútgefa, senda eða gera myndefni Betra kynlífs eða þriðja aðila í þjónustunni aðgengilegt almenningi eða heimila öðrum að gera það. 

 

Viðskiptavini er óheimilt að hlaða niður, áframsenda eða deila myndefni í þjónustunni, fara í kringum, breyta, fjarlægja, taka í sundur eða breyta þjónustunni eða eiga við neinar öryggisráðstafanir.

 

  1. Tækjabúnaður, tenging og stýrikerfi

Forsenda þess að nýta megi þjónustuna er að þú hafir aðgengi að viðeigandi tækjabúnaði, tengingum og stýrikerfi. Það er á þína ábyrgð að ganga úr skugga um að þú sért með viðeigandi búnað til þess að geta nýtt þjónustuna. Við getum ekki tryggt, þó svo að búnaðarkröfum sé fullnægt, að alltaf sé hægt að nýta þjónustuna án truflunar, bilana í streymi og þess háttar. Þjónustan er aðgengileg í gegnum vafra á vefsíðu Betra kynlífs og símum, spjaldtölvum eða sjónvörpum sem keyra á Android eða iOS stýrikerfum.

 

Þú samþykkir að yfirálag á vefsíðunni eða önnur nettengingar-, ISP-, rafmagns-, tölvu- eða samskiptavandamál eða bilanir geta haft áhrif á aðgengi að þjónustunni og að við tökum ekki ábyrgð á hugsanlegum takmörkunum á notkun þjónustunnar sem orsakast af slíku yfirálagi eða vandamálum/bilunum.

 

Þú samþykkir að selja ekki, afhenda eða láta með nokkrum hætti af hendi neina vöru, þjónustu eða annað sem tilheyrir Betra kynlífi til neins þriðja aðila, enda er með því brotið gegn þessum almennu skilmálum.

 

  1. Breyting á þjónustunni

Við áskiljum okkur fullan rétt til þess að gera breytingar á þjónustunni hvenær sem er. Gera má ráð fyrir því að reglulega eigi sér stað breytingar sem eru til þess fallnar að bæta þjónustuna. Ekki er litið á þær sem veigamiklar í skilningi þessa kafla. Ef breytingarnar eru veigamiklar færðu upplýsingar um þær með tölvupósti og/eða í gegnum „Aðgangsstillingar“, í síðasta lagi þrjátíu (30) dögum áður en breytingin tekur gildi. Breyting af þessu tagi tekur gildi á þeirri dagsetningu sem gefin er upp í tilkynningunni, þó í fyrsta lagi þrjátíu (30) dögum frá því tilkynningin var send. Þrátt fyrir ofangreint gæti breyting átt sér stað með styttri fyrirvara en þrjátíu (30) dagar ef breytingin er grundvölluð á hugsanlegu lögbroti, stjórnvaldsákvörðun, lagabreytingu eða vegna ófyrirséðra atburða (í samræmi við neðangreint). Ef breytingin felur í sér veigamiklar breytingar á þjónustunni hefur þú rétt á að segja áskriftinni upp, með gildi frá deginum sem breytingin tekur gildi, að því gefnu að tilkynning þess efnis hafi borist okkur fyrir daginn sem breytingin tekur gildi.

 

  1. Skaðabótaskylda

Betra kynlíf ábyrgist ekki né lofar, hvorki með beinum né óbeinum hætti, virkni þjónustunnar, aðgengi, gæði, notkunarmöguleika eða öryggi. Þannig er þjónustan seld eins og hún er aðgengileg hverju sinni. Betra kynlíf er ekki sálfræðiráðgjöf eða therapía. Myndböndin á Betra kynlífi eru fræðsluefni. Áskrifandi tekur ábyrgð á eigin upplifun af myndböndunum en Betra kynlíf hvetur áskrifendur til að leita sér faglegrar aðstoðar ef viðkomandi telur sig þurfa slíkt.

 

Hvorki við né okkar samstarfsaðilar berum ekki undir neinum kringumstæðum skaðabótaábyrgð vegna neins konar beins, óbeins, tilfallandi eða sértæks tjóns eða afleidds tjóns sem er afleiðing af notkun þjónustunnar, eða af því að geta ekki notað þjónustuna, eða af hvers kyns þjónustu þriðja aðila sem tengst er í gegnum vefsíðuna eða þjónustuna.

 

Ekkert í þessum almennu skilmálum takmarkar lögbundna skaðabótaskyldu okkar.

 

Þú sem viðskiptavinur samþykkir bótaskyldu þína og að þú sjáir til þess að við og samstarfsaðilar okkar verðum ekki fyrir tjóni, tapi, skaðabótakröfum, kröfum, kostnaði og útgjöldum, þ.á.m. kostnaði vegna réttindamála, sem er afleiðing af eða tengist þínu athæfi sem gengur gegn þessum almennu skilmálum, viðeigandi lögum, reglugerðum eða réttindum þriðju aðila.

 

  1. Samskipti okkar á milli

Við munum koma tilkynningum og öðrum upplýsingum til þín með því að senda þér tölvupóst á það netfang sem þú gafst upp þegar þú stofnaðir notendareikninginn þinn. Verði breytingar á netfangi frá stofnun notendareiknings er mikilvægt að uppfæra þær upplýsingar á notendasíðu þinni. Kjósir þú að fá ekki frá okkur tölvupósta um vörur okkar og þjónustu getur þú valið það sérstaklega.

 

  1. Annað

Þér sem viðskiptavin er ekki heimilt að afsala þér réttindum þínum né skyldum samkvæmt skilmálum þessum til þriðja aðila. Betra kynlíf hefur rétt á því, án samþykkis, að afsala réttindum sínum og skyldum samkvæmt þessum skilmálum til þriðja aðila eða tengdra félaga.

 

Þessir almennu skilmálar, ásamt persónuverndarstefnu og vefkökustefnu okkar, mynda saman samninginn á milli þín og okkar, sem kemur í stað hvers kyns fyrri skriflegra eða munnlegra samninga sem varða innihaldið í þessum samningum.

 

Ef eitthvert ákvæði í þessum samningi telst vera ógilt eða ekki er hægt að framkvæma það skal umrætt ákvæði ekki með nokkrum hætti hafa áhrif, ógilda eða koma í veg fyrir framkvæmd annarra ákvæða í þessum almennu skilmálum, og beiting þessa ákvæðis skal vera samkvæmt lögum.

 

Ef aðgengi að þjónustunni (hvort heldur við notkun vefsíðunnar eða smáforrita) er takmörkuð, hindruð að einhverju leyti eða seinkun verður á tiltekinni virkni er Betra kynlíf undir engum kringumstæðum skaðabótaskylt gagnvart þér.

 

  1. Lögsaga

Um þjónustuna og skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningi vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur. Neytendur geta leitað til Neytendastofu rísi ágreiningur um viðskiptahætti og/eða markaðssetningu Betra kynlífs í tengslum við veitingu þjónustunnar.