Komdu á fyrirlestur!

19.febrúar næstkomandi verð ég með eftirfarandi fyrirlestur hjá Endurmenntun

Kjöftum um kynlíf við börn og unglinga

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Kynferðisþroska barna frá 0-18 ára; hvað er eðlilegt og hvað ekki.
• Hvernig má hefja samræður um kynlíf.
• Kynfærin; hárvöxtur, útlit, notkun og mýtur.
• Klám; kynhegðun, mýtur og hvernig megi aðskilja kynlíf frá klámi.
• Sjálfsfróun og fyrsta skiptið.
• Notkun og ásetningu smokksins og mikilvægi hans.

Ávinningur þinn:

• Þú getur átt þátt í að seinka kynhegðun og gerir hana ábyrgari þegar hún hefst.
• Þú eykur færni þína og getu til að tala um kynlíf án þess að vefjast tunga um tönn.
• Þú lærir að svara spurningum um kynlíf án þess að leita til eigin reynslu.
• Þú svarar ákalli um aukna og hreinskilna umræðu um kynlíf.

Fyrir hverja:

Fyrirlesturinn er fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna og/eða gegna ábyrgðarhlutverki gagnvart börnum og unglingum; s.s. foreldrar og aðrir uppalendur, íþróttaþjálfarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, starfsfólk og kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum, námsráðgjafar, skólahjúkrunarfræðingar.

Fréttatíminn birti smá umfjöllun um fyrirlesturinn

Screen Shot 2014-01-11 at 21.23.42

Fréttatímann í heild sinni getur þú nálgast hér.

Nú er um að gera að sækja sér fróðleik á nýju ári!

Og ekki hika við að deila þessu áfram 🙂

Sigga Dögg

-hlakka til að sjá ÞIG á fyrirlestrinum-