Fréttablaðið og pælingar um klám

Pistill sem birtist laugardaginn 21.febrúar ásamt viðtalið um klám á bls.22 í Fréttablaðinu

Screen Shot 2014-02-22 at 10.38.53

 

um klam

 

klam

Svo var ég að búa til nýjan fyrirlestur um jafnrétti & klám og hef nú flutt hann í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum við Sund og Fjölbrautarskóla Suðurnesja og lagðist bara vel í mannskapinn. Í umræðunni um klám er nefnilega mikilvægt að muna að þetta er FANTASÍA og á ekki skylt við raunveruleikann. þetta er ekki kennsluefni eða lýsing á raunveruleikanum heldur einstaklingsbundin upplifun. Klám er því ekki hannað til að kenna heldur valda kynferðislegri örvun.  Ef þú hefur áhuga á „klámfíkn“ þá bendi ég á þessa grein.

Það þarf að tala um klám og frá hinum ýmsu hliðum. Rétt eins og bíómyndir eru dæmdar útfrá leikstjórum og þeirra bakgrunni þá þarf að gera eins með klámmyndir. Bíómyndum er eignuð ólík túlkun eftir því hver gerir myndina og  þá kemst leikstjórinn og leikararnir mislangt í túlkun sinni. Við þurfum að vera öflugari í að benda á hvað klám sé og hvað ekki. Boð og bönn virka skammt en opin og hreinskilin umræða getur skilað okkur mjög langt. Gagnrýnið auga er það sem við þurfum að þjálfa í þessu samhengi.

Ef þú vilt fá fyrirlesturinn um klám & jafnrétti þá máttu slá á pósthnappinn hér til hliðar og senda mér línu eða senda mér línu á fésbók.

Svo minni ég á að ég er með mjög aktíva síðu á Pinterest þar sem ég set inn allskyns hlekki og ábendingar á áhugavert lesefni.

Sigga Dögg kynfræðingur