Bók um kynlíf

Nú er bókin mínKjaftað um kynlíf við börn og unglinga. Fullorðnir ræða og fræða“ farin í prentun!

kjaftad_um_kynlif_FB_1

(Getur hlustað hér á viðtal við mig um bókina)

Ég get ekki beðið eftir að fá hana glóðvolga í hendurnar og svo að sjá henni stillt upp í bókahillum og á náttborðum á heimilum um borg og bæ.

Bókin kemur í verslanir í haust og ég get svo sannarlega lofað því að hún muni ekki fara framhjá neinum enda á hún erindi við hvert eitt og einasta mannsbarn og þá fullorðnu sem sinna fræðslu þess.

Fylgstu með og þú gætir unnið eintak af bókinni (ásamt fleiru!)

Svo minni ég á að ég skrifa pistla bæði í Fréttablaðið, á Vísi og á facebook.

Sigga Dögg kynfræðingur