Kynfæraverkefnið – svona gekk…

Nú er fyrstu myndatökunni lokið og alls voru 20 kynfæri mynduð.

Þetta var í raun frekar magnað ferli í ljósi þess hversu þægilegt og „auðvelt“ og eðlilegt allt saman var.

Þátttakendur mættu upp í stúdíó, ég tók á móti þeim og við spjölluðum. Ég bauð upp á gos, safa eða kaffi og svo allskyns kruðerí. Við fórum í gegnum hvernig myndirnar yrðu teknar, í hvað stellingum og að nóg væri að gyrða bara niður um sig. Þegar þátttakandi var til þá bara smellti hann buxunum niður og við smelltum af myndavélinni. Tók örfáar mínútur og var búið áður en viðkomandi vissi af!

Næsti tökudagur verður í ágúst og er hann löngu orðinn fullur með langan biðlist.

Þá er ég að spá í að bæta inn brjóstum líka, held að það gæti verið fróðlegt fyrir drengina að sjá í fræðslunni í haust og foreldra og aðra fullorðna að geta bent börnum og unglingum á fjölbreytileikann þegar þau flétta saman bókinni minni „Kjaftað um kynlíf við börn og unglinga. Fullorðnir fræða og ræða.“

Sem er reyndar annað, ég er komin með framhaldsfyrirlestur fyrir kynfræðsluna þar sem ég fer dýpra í samskipta þáttin og sjálfsmyndina. Vonandi leyfa einhverjir skólar svigrúm fyrir aukna kynfræðslu því samskipti eru lykilinn að þessu öllu saman!

Annars var MBL með fína umfjöllun um myndatökuna.

Screen Shot 2014-07-16 at 23.57.15

Ég minni annars á að ég skrifa reglulega fyrir Heilsu á Vísi auk þess að halda facebook líflegri.

Myndirnar úr fyrri myndatökunni ættu svo að birtast á næstu dögum svo fylgstu með!

Sigga Dögg kynfræðingur