Leikföng fullorðna fólksins

Ég fékk póst frá vinkonu minni Dr. Ruth i vikunni og þar segir hún að rúmlega 60% kvenna á aldrinum 23 til 44 ára í Bandaríkjunum hafa notað kynlífsleikfang. Get ekki sagt að þetta séu sjokkerandi tölur.. Ég held að flestar mínar vinkonur eigi allavega eitt leiktæki ef ekki fleiri…Þá er það eitt. Mér er illa við að kalla þetta hjálpartæki ástarlífsins. Minnir mig eitthvað svo á hækju. Eins og eitthvað sé “að” og maður þurfi á hjálp að halda. Þetta er bara leikfang. Maður þarf engin sérstök formerki fyrir því að vilja leika sér.

Eftir að ég byrjaði að vinna í búðinni þá hef ég lært eitt og annað um leikföng fullorðnafólksins…

Jelly Rabbit er best selda varan okkar fyrir pör

Bunny clit vibeÞú setur hringinn utan um typpið (já hann teygist) og lætur eyrun snúa upp fyrir sníp-örvun en niður fyrir pung/rass örvun. Litli víbrinn er svo settur af stað þannig hægt er að stunda samfarir með hringinn á. Eyrun á kanínunni eru gelkennd og því mjúk og víbringurinn ekki of sterkur, einkar fínt fyrir þær sem vilja ekki of sterkan víbring. Hringurinn getur líka aðstoðað karlmanninn við að viðhalda stinningu.

Ég verð samt að játa að ég hafi takmarkaðan skilning á kynlífstækjaframleiðendum.. eins mikið og þeir reyna að tolla í tækninni með frumlegri hönnun þá eru þeir enn að nota úra batterí! Hver á svona batterí á lager heima hjá sér?

Hvað um það, þessi er einn þekktasti og vinsælasti “víbrator” í heimi…

Hitachi wandTæknilega séð er Hitachi wand samt ekki víbrator heldur nuddtæki en það má svo sem segja það um alla víbratora og öll nuddtæki svo það er bara orðhengilsháttur… Samantha í Sex and the City gerði þennan að metsölufyrirbæri (sem og kanínuna). Kosturinn við þennan er að hann er með nokkrar stillingar og getur gefið ansi mikinn víbring fyrir þá sem það kjósa.

Þá var vinkona mín að benda mér á nýtt náttúrulegt sleipiefni sem er alveg laust við öll aukaefni og er víst eins og sæði í lit og meðferð..(nema virkar sem sleipiefni)

Sliquid sleipiefniHef ekki enn komist yfir það sjálf en ætla stinga upp á að búðin fari að flytja þetta inn..

Okkar vinsælasta sleipiefni er…

pjur-woman-1002Þetta sleipiefni hentar einkar vel í nudd (hvar sem er) og jafnvel sem glansefni í hár! Eitt í viðbót um sleipiefni, ég hef oft verið spurð hvort hægt sé að nota sleipiefni fyrir “venjulegar” samfarir. Í hugum margra virðist sleipiefni vera tengt við endaþarmsmök eða vandamál með legganga þurrk. Vissulega getur sleipiefni verið nauðsynlegt í þessum dæmum en annars er allt í lagi og alveg heilbrigt að nota sleipiefni í atlotum með sjálfum sér og/eða einhverjum öðrum. Það getur aukið á unaðinn og því um að gera að prufa sig áfram og finna hvað hentar hverjum og einum..

Svo rakst ég á þennan dildó um daginn…

glerdildóÞað hefur aukist verulega á undanförnum árum að framleiða dildóa úr gleri (þetta er sterkt gler og líkurnar á að hann brotni eru stjarnfræðilegar). Það sem er sniðugt við þennan er að það er bæði hægt að kæla hann eða hita (ísskápur eða örbinn). Það gæti því verið gaman að leika sér aðeins með það… Hönnunin á þessum gerir ráð fyrir notkun í leggöngunum fyrir G-blettinn (enn og aftur, ef þú ert með G-blett) og/eða í endaþarmi þar sem hann er svona eins og margar stórar perlur saman en það er hönnun sem er vinsæl fyrir endaþarmsleikföng.

Heitasta varan á markaðinum í dag er samt We-wibe....

We-vibe.138174148_stdÞennan má nota bæði sem handfrjálsan búnað ef ert ein eða í samförum með öðrum. Framleiðendurinar segja hann vera algera byltingu á markaðnum og sé hannaður úr besta fáanlega læknasílikoninu.

Sjá leiðbeiningar um notkun..

We-wibe leiðbeiningarÞannig er hann inni á meðan á samförum stendur og á að örva G-blettinn (ef ert með hann) og snípinn..og hann víbrar svo þetta ætti líka að vera gott fyrir “hinn”. Skil samt ekki afhverju það er ekki til leiðbeiningamynd fyrir konur með konum.. Undarlegur þessi heimur sem gerir alltaf ráð fyrir því að öll pör séu kona og karl.. Svo er búðin að fara flytja inn leiktæki fyrir transgender svo það verður spennandi að fylgjast með þegar það kemur inn…við erum þegar komin fyrir stígvél í stærri stærðum fyrir klæðskiptinga… Ég læt inn myndir þegar við fáum þær vörur..

Munið! Það þarf að þrífa leikföngin, helst fyrir, og alveg örugglega eftir notkun. Það ætti að vera nóg að strjúka af þeim með þvottapoka bleyttum uppúr sápuvatni. Leikfangið á helst að fá að þorna “náttúrulega” en það er líka hægt að þurrka það og nota strax. Þá er hægt að kaupa sérstök hreinsiefni í flestum leiktækjabúðum.. Það getur verið sniðugt að fjárfesta í slíku ef þú ert að skipta á milli píku og endaþarms á þér eða að deila leiktækinu með öðrum. Þá er ekki ráðlagt að geyma batteríin í tækinu þegar það er „í hvíld”.  Þau geta lekið og skemmt tækið.

Svo máttu endilega kjósa í nýju skoðanakönnunni hér á hliðinni….

Góða helgi!

Sigga Dögg

-sem ætlar að birta meira um Intersex eftir helgina..svo það er um að gera að byrja nýja viku á fróðleik-