Umsagnir um kynfræðsluna

Ég fékk svo fallega umsögn frá nemendum úr einum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar fræðslu sem ég var með um daginn, ég má til með að deila því með ykkur.

·         Kynningin frá Siggu Dögg var bara frábær

·         Kynningin frá Siggu Dögg var frábær hún var bæði fræðandi og fyndin og hélt athyglinni allan tíman. Það kom mér á óvart hversu vel hún hélt athygli allra í salnum og hversu fyndin kynningin var. […] var þetta ein besta kynning sem ég hef farið á og mæli ég mjög með að hafa hana Siggu Dögg aftur.

·         Kynningin hjá Siggu Dögg var frábær

·         Sigríður Dögg Arnardóttir var alveg ótrúlega fyndin en samt fræðandi.

·         Mér fannst þessi kynning mjög skemmtileg af því að konan sem var með þessa kynningu var svo skemmtileg, fyndin og fjörug […] konan var svo opin þegar hún var að seigja frá og svo stundum þegar maður er á svona kynningum þá verður svo óþægileg þögn en það var ekki í þessari kynningu, til dæmis var hún ekkert að spyrja neinna spurningar, hún var bara að segja okkur frá [aðlöguð stafsetning].

·         Mér fannst kynningin með Siggu dögg hrein snilld, hún var skemmtileg og fyndin. Mér fannst þetta vera eins og fræðandi uppistand. Hún var mjög opin og sagði bara það sem henna langaði að segja. Sigga talaði aðalega alment um kynfræði, og það opnaði augun okkar allra. Þar sem hún var alveg rosalega fyndinn, missti maður aldrei einbeittinguna. […] Mér fannst þetta vera bara algjör snild og var ég mér íllt í magum af hlátir eftir þennan fyrirlestur.

·         Þessi kona er náttúrulega bara snillingur í svona kynningum og unglingum. Það kom mér að óvart hvað hún var frumleg og skemmtileg […] Held að engum hefði getað líkað ílla við þessa kynningu, virkilega skemmtileg og áhugaverð.

·         Mér fannst hún [kynfræðslan] ótrúlega skemmtileg. Mér leið eins og ég væri á uppistandi en ekki á fræðslu í skólanum. En umleið lærði ég heil mikið og svaraði mjög mörgum spurningum hjá mér. […] Mér leist mjög vel á Siggu Dögg því hún er svo opinn og hefur mjög mikla reynslu á að tala fyrir framan fólk og unglinga um það sem margir mundu kalla viðkvæmt málefni.

·         Mér fannst mjög áhugarvert hvað hún veit mikið um kynlíf og getur frætt um það

·         Þessi gella sem heitir Sigga Dögg var svo með kynfræðslufyrirlestur sem var ekkert smá skemmtilegur.

·         Á forvarnardeginum á miðvikudaginn fór ég á kynninguna hjá Siggu Dögg. Sigga Dögg er æðislega skemmtileg og hress manneskja. Hún er engan veginn feimin, og blaðrar og blaðrar út í eitt.

·         Kynningin frá Siggu Dögg var einum of góð, ég hef aldrei farið á svona skemmtilega kynfræðslu kynningu og aldrei hlegið á svona kynningum, ótrúlega góð kynning.

·         Mér fannst kynninguna hjá Siggu Dögg mjög skemmtilegt hún gæti bara verið uppistand og allt sem hún var að tala um var áhugavert og lærði mjög mikið af kynningunni og það sem kom mér óvart var hvað hún náði að útskyra þetta mjög rétt og kom með húmor inn í þetta og líka hvernig hún var ekkert vandræðalegt á meðan hún var að tala um þetta

·         Það er einfaldlega bara hægt að útskýra kynningu Siggu með einu orði og það er snild! Ég hef aldrei fengið svona góða kynningu sem nær að halda athygli minni svona eins og hún gerði. Hún er einfaldlega bara snillingur. Þetta var frábær kynning og finnst mér að svona kynningar eigi allir að fá einu sinni á ævi. Það var bara eitthvað við hvernig hún sagði frá hlutunum sem fékk alla til að fylgjast með, hlægja og vilja meira. Þetta var frábær kynning og ég vill fá hana aftur enda fannst mér ég læra alveg helling á henni

·         Upplifun mín á kynninguni hennar Siggu Dögg var geðveik, hún var svo fyndin og sparaði ekker grófu brandarana, með þeim bestu kynningum sem ég hef farið á. Það var ekkert í kynninguni sem mér leist illa á, það var allt fyndið þarna.

·         Kynningin hjá Siggu Dögg var hins vegar mjög skemmtileg. Ég lærði margt nýtt og þetta var mjög spennandi. Sigga Dögg var fyndin og mér fannst ekki óþæginlegt að hlusta á hana. Það kom mér margt á óvart. Það kom mér líka á óvart hvernig Sigga Dögg hagaði sér, hún lét soldið eins og unglingur en hún var yfir þrítugt sem mér fannst betra heldur en að hlusta á einhverja alvarlega rödd.

·         Þegar að sigga dögg kom og var að halda fyrirlesturinn sinn stút fyllti salinn og hlógu allir endalaust, þessi kona er snillingur. Hún hafði svo mikið að segja og hlustuðu allir á hana allan tíman og hlógu.​

Sigga Dögg kynfræðingur

Sigga Dögg kynfræðingur