Jólagjöfin í ár!

Jólagjöf

Nú er fólk farið að huga að jólagjöfum (ekki seinna en vænna, ég er hálfnuð með innkaup á öllum mínum gjöfum) og margir farnir að hafa samband til að panta hjá mér bækur. Ég get svo áritað bækurnar með persónulegri kveðju og ég læti lítinn glaðning fylgja öllum bókum 🙂

Kjaftað um kynlíf er kjörin bók fyrir alla foreldra, nýbakaða sem foreldra unglinga. Þetta væri því mjög góð jólagjöf fyrir barn/ungling að gefa foreldri eða jafnvel fyrir foreldri til að lauma til hins foreldris. Unglingar eru gjarnir á að kíkja í bókina og hafa bæði gagn og gaman af en hún spannar aldursbilið frá fæðingu til framhaldsskóla og er með ítarlegu aukaefni sem hægt er að glugga í og styðjast við.

kjaftadumkynlif

Á rúmstokknum er svo pistlasafnið mitt, bæði pistlar og spurt&svarað, frá árunum 2010 til 2015 og er kjörin saumaklúbbagjöf, makagjöf, vinkonu/vinagjöf og aðfangadagsupphitunarmorgungjöf og í raun bara allskonar enda græða allir á aukinni umfjöllun um kynlíf og sambönd 🙂

screen-shot-2016-04-14-at-10-48-20

Ef þú vilt panta bók, þá getur þú sent mér tölvupóst sigga@siggadogg.is eða sent mér línu á facebook.

Svo er ég á að fullu að bóka inn uppistand í jólaglögg fyrir vinnustaði og heimahittinga.

Hó hó hó (sagði ofvirki jólasveininn sem byrjar að spila jólalög löngu fyrir 1.des)

Sigga Dögg kynfræðingur