Jóladagatalið 2017 – 1. desember

Ég hef gjarnan haft þann sið á að gera jóladagatal (og er reyndar með 3 í gangi heima hjá mér!) svo mér finnst kjörið að gera eitt hér líka.

Þar sem ég er í þriggja daga facebook banni vegna myndar af krumpaðri forhúð typpis (já það er pínu fyndið) að þá byrja ég á að setja þetta inn hér (og mun svo setja inn heila viku í senn þegar facebook banni hefur verið aflétt).

Til að byrja þennan jólamánuð þá finnst mér kjörið að hafa svolítið gaman og er þetta einmitt eitthvað sem öll fjölskyldan getur gert saman!

1.desember

Nú er tími til að hræra í tröllaleir og leira kynfæri!

Þetta þarf ekki að vera bein eftirlíking og er ekkert verra að leyfa sínum innri abstrakt listamanni að njóta sín, eins og sjá má á hvernig píku ég leiraði hér um árið

Þetta er líka einkar skemmtileg jólagjöf til valdra vina og vandamanna 🙂

Sigga Dögg kynfræðingur