Amar eitthvað að?

Í dag er Alþjóðlegi HIV dagurinn sem og Fullveldisdagur Íslands.

Ég ætlaði að skrifa „ítarlega“ um HIV en þar sem það eru miklar og góðar upplýsingar um það á vefnum nú þegar þá ætla ég bara að benda á vefsíður sem innihalda nánari upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga.

I-Want-U2get-HIV-Test

Hér má finna góða grein frá doktor.is.

Hér er góð grein um hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi í HIV/Alnæmis baráttunni.

Svo er ég algjör „sökker“ fyrir samsæriskenningum og hann Stebbi benti mér á nýja mynd House of numbers, um HIV, í athugasemdum gærdagsins. Trailerinn má sjá hér.

Annað sem mig langaði aðeins að tala um og það er fyrirspurnirnar sem ég hef fengið í gegnum þessa vefsíðu.

Nú hefur umræðan á Íslandi um kynlífsvandamál verið frekar takmörkuð, finnst mér. Þá eru alls ekki margir ráðgjafar eða sálfræðingar sem sinna meðferð kynlífsvandamála hér á landi. Þannig að, ég fór að spá, myndi það opna umræðuna og ef til vill „normalæsera“ kynlífsvandamálin ef ég myndi greina frá fyrirspurnunum sem ég fæ hér á síðuna og koma með „stutt“ svar?

Nú væri þetta ekki ráðgjöf heldur svar á „almennari“ nótunum sem gæti ef til vill aðstoða einhvern þó væri ekki nema bara til að finna að einhver „þarna úti“ sé með svipað vandamál. Svona eins og Æskan forðum daga…Tja eða bara Vikan eða Nýtt Líf. Kæra Sigga…..

doctors humor

Til dæmis er ótímabært sáðlát ekki alltaf „bara“ ótímabært sáðlát.

Þá sjokkeraði ég einn um daginn þegar ég sagði honum að meðallengd samfara væri um 5 mínútur, plús/mínus tvær mínútur.

Þegar þú hefur þá tölu bakvið eyrað ertu þá svo viss að enn sé um ótímabært sáðlát að ræða?

Þannig er það nefnilega með flest kynlífsvandamál, það þarf að kafa aðeins dýpra og skoða frá fleiri hliðum áður en einhver ein „töfralausn“ er gefin. Þetta er nefnilega ekki eins og að vera með sýkingu og taka bara pensilín. Við erum mennsk og við erum flókin. Afhverju að gera eitthvað einfalt þegar maður getur gert það flókið, sagði Barði í viðtali um daginn. Góður punktur þar á ferð.

Allar fyrirspurnir  yrðu að sjálfsögðu í trúnaði og allar persónulegar upplýsingar fjarlægðar.

Hvað finnst þér, ertu til í deila vandamáli þínu með lesendum?

Sigga Dögg

– sem hefur gaman af því að fá fyrirspurnir og athugasemdir-