Píkuplastík

Undanfarið hef ég æ oftar fengið spurninguna “Hvað gera kynfræðingar eiginlega”?

Það má svara spurning á marga vegu en akkúrat á þessari stundu er svarið

“Þeir skoða pjöllur á netinu”

Ég er að undirbúa kynningu fyrir Læknadaga sem nú eru í gangi.

Dagskrá Læknadaga

Þegar stórt er spurt; hvað er eiginlega eðlilegt þegar kemur að kynfærum kvenna?

Ég verð þarna í hópi góðra kvenna að ræða þessi mál og er komin með ágætis pælingu (að ég tel) á því hvernig kynfæraumræðan hefur þróast. Það verður spennandi að fylgjast með fyrirlestrunum á morgun og svo heyra hvað fólki finnst um mína pælingu. Ég augljóslega segi frá henni….. eftir morgundaginn, verður að vera smá “element of surprise”.

Þá mun ég líka gera drög úr því sem fram kom á fyrirlestrunum sem og fara aðeins í lýtalækningar á sköpum kvenna. Annars má sjá nokkrar fyrir og eftir myndir hér. Væri gaman að heyra hvað þér finnst um þær í athugasemdum hér að neðan.

Í miklu „gúggli“ þá datt ég niður á þessa síðu sem var sérstaklega tileinkuð „stærri“ skapabörmum og í raun fjölbreytileika skapanna. En ég fann bara þessa eina síðu sem var þannig og hún var reyndar afgreidd á frekar smart hátt. Þá var umræðuþráðurinn athyglisverður þar sem margar konur lístu því yfir að þeim hafði þótt sín pjalla afbrigðileg en nú þegar þær sáu myndir af öðrum svipuðum sinni þá létti þeim.

Ef þú vilt sjá fleirri raunverulegar pjöllur, þá má sjá myndir hér. (ath grafískar myndir)

En svona er þetta, bara „venjulegur“ dagur í vinnunni.

Sigga Dögg

-sem verður að játa að „overexposure“ af pjöllumyndum hefur „normalæserað“ álit mitt á þeim og kannski er það bara það sem þarf að gera til að fá konur til að fagna kynfæri sínu…-