Klippt & skorið

Kvennakvöld á Hvanneyri og fyrirlestur á Læknadögum að baki og gekk svona líka vel.

Ég ákvað að halda áfram í þessu „þema“ með hvað sé „eðlileg“ píka (það er orðið sem hefur hlotið hvað flest atkvæði í kosningunni hér til hliðar svo ég held því).

Þetta er smá svona „Da Vinci Code“ leit að hinum heilaga gral; hvað koma hugmyndir um hvað sé eðlilegt og hvað sé það ekki?

Á Læknadögum mátti heyra margvíslegar skýringar á mögulegum uppruna hinnar heilagrar píku og oftar en ekki var það kláminu sem um var kennt, eins og svo margt annað.

Ég hinsvegar er ekki sannfærð.

Hvar fræðumst við um líkamann?

Frá foreldrunum? Sumir og aðrir ekki. Var sest niður með þér (óháð kyni) og kynfærin útskýrð og sagt að þau myndu breytast með aldrinum?

Átti maður kannski að læra það frá brjóstgóða „leikfélaganum“ sem er nánast kynfæralaus?

allsber barbí

Máli mínu enn frekar til rökstuðnings þá náði ég í eftirfarandi tvær myndir sem eru notaðar af heilbrigðisyfirvöldum til að kenna kynfræðslu og ættu því ekki að særa blygðunarkennd neins enda bara líkamshluti rétt eins og hendur eða eyru.

6h-vulvu myndNámsgagnastofnun

Hmmm, líta allars konur, eða flestar konur svona út? Svona bleikar og barmalitlar?

Þetta er „klámpíka“

stelpa_klámsíða(ótrúlegt alveg hversu erfitt það er að finna klámsíðu þar sem ekkert er í píkunni heldur bara mynd af henni!)

Er klámið að byggja á fræðiritunum?

En aftur í „raunveruleikann“.

Betty Dodson er kynfræðingur og frumkvöðull sem hefur barist fyrir því píkan sé samþykkt í öllum sínum fjölbreytileika og að konur hætti að finnast hún ljót eða skítug eða illa þefjandi eða sýkt, en svona er oft lýsingin á píkunni. Það er allaf eitthvað að henni. Betty fékk nokkrar konur heim til sín inn í stofu þar sem þær settust niður með lítinn spegill og fóru að skoða sjálfa sig og hver aðra! Svipað dæmi um slíkan hitting má sjá í danska grínþættinum Klovn svona ef þú vilt myndræna upplifun af þessu.

Í framhaldinu hefur Betty mikið teiknað píkuna og sankað að sér ljósmyndum og listmunum allsstaðar að úr heiminum um píkuna

Þetta eru myndir sem Betty teiknaði af píkum kvenna.

Betty Dodoson_vulvurLíkjast ekkert voðalega læknamyndunum að ofan…

Eða hvað?

Þá fann ég nokkrar fyrir&eftir myndir frá lýtalæknum sem reglulega gefa konum „unglegra“ útlit og gera þær „fallegri“.

before&after

Betra?

Ebba Margrét og Guðlaug minntust á að eftri breytingaskeið, þegar estrógen minnkar í líkamanum, þá minnka barmarnir líka. Hvað ætli gerist þá fyrir skornar píkur, verða þær innfallnar?

Vissulega liggja margar ástæður að baki þess að fara í lýtaaðgerð og ekki allar eru fagurfræðilegar en auglýsingar frá mörgum erlendum lýtalæknum eru þannig að þú þurfir aðstoð til að vera eðlileg. Einmitt þegar enginn veit hvað hið eðlilega er!

Ég ætlaði að tala um hverslags aðgerðir eru gerðar á sköpum kvenna en það skiptir kannski minna máli að fara út í það og tala bara beint um kjarnann, hvað er eðlilegt?

Hvaðan fær klámið hvað sé eðlilegt?

Tískan í dag með brasilísku vaxi og þröngum leggings sem sýna allt og fela ekkert hefur vissulega hrundið píkunni í bert sviðsljósið og konur farnar að spyrja sig afhverju þarna sé einhver bunga eða húðfelling. Ekki eins og módelin eða barbí þar sem ekkert sést og allt er slétt og fellt. Svo við tölum nú ekki um tískuslysið kamel-tá! Tískubloggin loga ef frægu og fínu konurnar sporta slíku, eflaust ekki hægt að komast hærra í tískustórslysi.

Svo er það háreyðingin. Tengd við klám og jafnvel barnahneigð. Því best sem ég fæ lesið þá platar þú ekkert barnaníðing með rakaðri 29 ára píku. Margir barnaníðingar hneigjast að ákveðnu aldursskeiði og þá er það miklu fleira en bara kynfærið sem málið snýst um. Því finnst mér háreyðing og samasem merki við barnahneigð ekki ganga upp.

Hvað varðar klámið þá er háreyðing eflaust gerð fyrir myndavélarnar og svokallað „clean shot“ (skemmtilegur orðaleikur þar á ferð). En svo hafa munnmök líka færst í aukana og eru í raun algengur hluti kynlífsleikja margra para. Þar getur háreyðing auðveldað fyrir. Aukning í munnmökum tengd klámi? Má vel vera. Er það slæmt?

Mér finnst að maður eigi að fá að ráða sér sjálfur óháð rökuð eða órökuð, stórum eða litlum börmum, bleikri eða brúnni píku.

En sú deila er hluti af mun stærri deilu; má einhver vera eins og hann er?

Designerpussylores

Ein vinkona mín talaði um að vaxa sig til koma makanum á óvart, brjóta upp hversdagsleikann. Mér fannst það skemmtileg hugmynd. Hún var ekkert að tengja það við kröfur frá honum eða afbökun klámheimsins heldur bara eitthvað skemmtilegt, rétt eins og undirföt eða höfuðklipping.

Stór hreyfing innan kynfræðarinnar fjallar um læknavæðingu líkamans og kynlífsins og segir að það séu svo miklir peningar í fegrunaraðgerðum tengdum kynfærum sem og lyfjum tengdu kynlífi og því sé endalaust verið að hamra á þessu. Það má græða á þeim sem þarf að laga.

Annars er svo margt til í þessum „kynlífspíkubransa“, t.d. er það nýjasta nýtt tímabundið litarefni fyrir píkuna svona eins og varalitur fyrir barmana í mismunandi afbrigðum af bleikum; og eins og með háreyðingu, þá er breyting ekki endanlega.

Er það þá rangt að brjóta upp hversdagsleikann með smá klippingu og litun? (gefið að það valdi ekki neinum skaða á heilsufari)

Er þetta kannski spurning um upplýst samþykki og að hafa valið?

En ef við snúum þessu við, hvernig er með typpið, er til fullkomin mynd af því? Misstórt, misbreitt, mislangt, misbeint, misloðið, mislitt.

Afhverju eru kynfærin svona mikið „tabú“?

Þurfum við ekki allar að setjast fyrir framan spegilinn og spöglegara smá?

Sigga Dögg

-sem pælir í píkum í Zúber á Fm 95,7 í fyrramálið kl.9-