Dísætar píkur&typpi!

Byrjum á byrjunni og hér má finna ágætissíðu um gæsun og steggjapartí.

Nú er það þekkt fyrirbæri að baka typpaköku fyrir gæsapartíið en ég datt niður á þessar muffur sem mér finnst svo gasalega smart!

Þannig þú bara vippar í góða súkkulaðimuffins (eða brownie), gerir hvítan glassúr og svo sæði úr súkkulaðirúsínu og halann úr lakkrís eða sprautar súkkulaði og leyfir að storkna.

Væri mjög flott í smá lautarferð í Hljómskálagarðinn með stelpunum…

Ef þú ert að skipuleggja gæsun eða steggjapartí þá er þetta góð síða til að fá hugmyndir að skreytingu og leikjum oþh.

Reyndar má fá alveg ótrúlegustu hluti í typpaformi en því miður minna fyrir píkuna. Það virðast fleiri baka brjóstakökur en það er enginn afsökun fyrir því að baka ekki píkuköku!

Hér má sjá nokkrar smart píkukökur.

Það mætti nota hvaða smákökuuppskrift sem er (og meira að segja kaupa tilbúið úti í búð) svo er bara að gera glassúr í mismunandi lit og leika sér! Lakkrísreimar gætu markað barmana og kókos verið hárið og kannski nóa kropp eða kaffibaun fyrir sníp! T.d.….

Gangi þér vel við baksturinn og mundu, því frumlegra því betra!

Ef þú vilt eitthvað matmeira og ert ekki fyrir sætindi þá má auðvitað baka brauð og gefa ímyndaraflinu lausan tauminn…

Meira um tvíræða matargerð má kynna sér hér! Ótrúlega skemmtileg síða og ómissandi í undirbúninginn fyrir matarboðið 🙂

Sigga Dögg

-sem býður spennt eftir sinni gæsun-