Hvernig getur kynfræðsla haft áhrif á kynhegðun?
  • Seinkað fyrstu samförum

  • Aukið líkur á notkun smokksins og annarra getnaðarvarna

  • Fækkað bólfélögum

  • Dregið úr áhættumeiri kynhegðun

  • Aukið samræður milli foreldra og unglinga um kynferðisleg málefni

  • Aukið sjálfsöryggi og sjálfsábyrgð til að stunda ekki kynlíf og gera kröfu um notkun smokks

Miðstig* (5. til 7.bekkur):

Á þessum fyrirlestri er fjallað um kynhneigð, blæðingar, kynfæri og kynþroskann, samþykki, að setja sér og öðrum mörk, að virða eigin líkama og læra inn á hann, tilfinningar og skot/hrifningu, smokkinn, og klám.

Unglingastig* (8. til 10.bekkur):

Á þessum fyrirlestri er fjallað um kynhegðun, kynfæri, samþykki, ábyrgð, að setja sér og öðrum mörk (rafræn samskipti lítilega), sjálfsfróun, að tengja hug við líkama, sambönd og samskipti, algengar kynlífsmýtur, smokkinn, verjur og kynsjúkdóma, og klám.

Foreldrar:

Á þessum fyrirlestri er fjallað um hvernig foreldrar geti talað við börn og unglinga um kynlíf, hvar þau geti fundið svör við spurningum sem þau geti ekki svarað. Farið er í gegnum kynfræðslufyrirlestur unglinga svo foreldrar viti það sem unglingarnir fengu að vita.

Ákjósanlegast er að tvinna saman fræðslu fyrir unglinga fyrr um daginn og svo foreldra seinnipartinn eða kvöldið. Þannig er hægt að segja foreldrum nákvæmlega frá spurningum og umræðum sem brunnu á þeirra unglingum.

Það er hægt að fá þennan fyrirlestur fyrir allann aldurshóp barna (einnig leikskólabörn, þá er talað um hvað sé eðlilegt og hvað ekki) og unglinga.

Kennarar og starfsfólk:

Á þessum fyrirlestri er fjallað um hvað skiptir máli þegar kemur að kynfræðslu, hvaða gullnu reglum sé best að fylgja í kynfræðslu, hvaða efni sé hægt að nota og æfingar, og hvernig best sé að standa kynfræðslu í ólíkum fögum.

Félagsmiðstöðvar - unglingar:

Á þessum fyrirlestri skrifa unglingarnir nafnlausar spurningar og er þeim svo svarað. Þetta er mjög vinsæll fyrirlestur og panta flest allar félagsmiðstöðvar á Stór-höfuðborgarsvæðinu þennan fyrirlestur á hverju skólaári.

Félagsmiðstöðvar - starfsfólk:

Á þessum fyrirlestri er fjallað um hvernig megi aðgreina eigin reynslu frá umræðu um kynlíf, hvaða efni sé hægt að nota og æfingar sem hægt er að vinna með unglingunum.

*Praktískar upplýsingar:

Æskilegur hámarksfjöldi í nemendafyrirlestrum á skólatíma eru 35 nemendur í hóp og er hver fræðsla klukkustundarlöng.

Kennurum er velkomið að vera viðstaddir fræðsluna.

 

​Nánar um nálgun Siggu Daggar á kynfræðslu má lesa hér.

Sumir skólar kynjaskipta nemendafyrirlestrunum en aðrir skipta eftir árgangi. Það er undir hverjum skóla komið hvaða fyrirkomulag henti best.

Það er misjafnt eftir sveitarfélögum hvort margir árgangar séu teknir í einni fræðsluferð eða hvort kynfræðslan sé annað hvert ár, eða árlega, eða sjaldnar.

Kynfræðsla fyrir grunnskóla
 

Grunnskólar sem fá reglulega kynfræðslu fyrir nemendur:

Sveitarfélagið Árborg, Hveragerði, Fjarðabyggð, Fjallabyggð, Akureyrabær, Grenivík, Hrafnagil, Norðurþing, Ísafjarðabær, Egilstaðir, Seyðisfjörður, Vopnafjörður, Vesturbyggð, Höfn í Hornafirði, Djúpavík, Skagafjörður, Víðisstaðaskóli og Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði, Heiðarskóli, Njarðvíkurskóli og Akurskóli í Reykjanesbæ, Hagaskóli í Reykjavík, Laugarlækjarskóli í Reykjavík, Sjálandsskóli,

Flataskóli, og Álftanesskóli í Garðabæ.

Þetta er ekki tæmandi listi.

 
Fyrirlestrar í framhaldsskólum

Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari á þemadögum í framhaldsskólum, í kynjafræðiáföngum, og hjá nýnemum í Lífsleikni áföngum.

Hún er reglulega með fyrirlestra og námskeið í flestöllum framhalds- og menntaskólum á Íslandi.

Hver fyrirlestur er klukkustund (nema um annað sé samið) og er enginn hámarksfjöldi per fyrirlestur.

Vinsælir fyrirlestrar í framhaldsskólum:

​​

Algengar nafnlausar spurningar úr kynfræðslu

Saga víbradorsins

Píkan, í máli og myndum

Kynfærin krufin

Kynfæraleirun

Ertu kynvera?

Allt sem  þú þarft að

vita um  kynfæri og kynlíf

Hver er framtíð kynlífs?

Hvað er BDSM

og hvað er kinkí?

Hvað er klám?

Kynlegir kvistar og

allt sem er öðruvísi!

 
Fræðsla fyrir fagfélög

Fræðslan getur verið í fyrirlestraformi rétt um klukkustund eða hálfsdags námskeið. Á þessum fyrirlestrum er farið yfir hvernig megi takast á við eigin þekkingu og fordóma í tengslum við kynlíf og kynhegðun og hvernig megi aðgreina persónulega reynslu frá almennri umræðu um kynlíf. Það er farið í lykilhugtök og orðanotkun er tengjast kynhneigð og kynhegðun og ástæður fyrir mikilvægi kynfræðslu raktar. Einnig er farið í gegnum ýmsar æfingar sem hægt er að vinna áfram með skjólstæðingum.

Faghópar sem gjarnan sækja þessa fræðslu gera það til að geta talað um kynlíf faglega við skjólstæðinga, hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þetta námskeið er sérstaklega vinsælt meðal kennara á öllum skólastigum (leik-, grunn- og framhaldsskóla), sálfræðinga, starfsfólks innan heilbrigðiskerfisins, og starfsmanna félagsmiðstöðva.​​

Þessa fræðslu er hægt að sérsníða eftir fræðsluþörfum hópsins.

 
Skemmtanir

Óheflað þvagblöðrukitlandi uppistand um kynlíf, samskipti og tilveruna, fyrir gæsanir, steggjanir, saumaklúbba, konukvöld, afmæli, óvissuferðina og vinnustaði.

© 2019 Kúrbítur slf.

SDA-logo-pink_4x.png