
Ertu að leita að innri rödd þinni?
Veistu að í þér býr galdur en þig vantar að draga það fram?
Hefurðu alltaf verið forvitin um hið yfirnáttúrulega?
Eva Björg jógakennari & Sigga Dögg kynfræðingur bjóða þér í töfrandi kvennaferð til hinnar Edinborgar 30.apríl til 5.maí
Veistu að heimurinn geymir meira en það sem augað sér? Ertu næm en átt erfitt með að treysta næmnini? Langar þig að heyra í innsæinu þínu? Ertu forvitin um galdra og hefur undarlega tengingu við nornir?
Við erum komnar með ferðina fyrir þig!

Tarot lestur, jógateygjur, öndunaræfingar, fyrri líf, talnaspeki, galdraþulur, æðri vitund, innsæi, hugleiðsla og jarðtenging!
Fararstjórarnir þínir verða Eva Björg jógakennari og Sigga Dögg kynfræðingur sem munu leiði þig ásamt góðum hópi kvenna í gegnum allskyns innsæis-tengdar æfingar, bæði í gegnum jógateygjur, hugarfimi og spjall.
Við byrjum ferðina af krafti með því að fara á hina forn keltísk hátíð, Beltane, sem markar upphaf sumars og býður upp á ótrúlega skemmtun, litadýrð og andblæ frjósemi og sköpunar. Á Beltane Fire Festival í Edinborg mætast ljómandi blys, magnaðir dansar og litskrúðugir búningar í ævintýralegri upplifun sem þú vilt ekki missa af.
Hámarks (og lágmarks)fjöldi í ferðina eru 11 konur.
Þetta er kjörin vinkvennaferð þar sem þú setur þig sjálfa í fyrsta sætið.
Þetta er einstakt tækifæri til að lyfta sér upp, auka samheldnina og fagna lífinu í glaðværð og gleði. Sameinumst í gegnum nýjar upplifanir, styrkjum tengslin, vekjum innri kraft og næmni—með náttúruna og hamingjuna í forgrunni. Komdu og fagnaðu sumrinu með okkur!
Komdu með og tryggðu þér ógleymanlega upplifun með okkur í Skotlandi!
Nánari upplýsingar fást í netfanginu kvennagaldur@gmail.com
Commenti