top of page
Search

Kvenorka í tónlist

  • Writer: Sigga Dögg
    Sigga Dögg
  • Oct 20
  • 1 min read
ree

Þegar ég er að skrifa þá get ég ekki hlustað á hvaða tónlist sem er og þarf að vanda valið vel og duglega.


Í skrifunum á þríleiknum (sjá nánar hér fyrir Trylling og hér fyrir Frelsi) þá gat ég bara hlustað á einn lagalista, ótrúlegt en satt.


Hann að vísu inniheldur mjööööög mörg lög en ég gat bara hlustað á lög sem konur sungu.


Ef ég reyndi að skipta yfir í eitthvað annað þá var það eins og að vera með suðandi moskítóflugu suðandi yfir hausnum - alveg galið!


Og já ef þú rýnir í hann þá kunna sum lög að koma þér spánskt fyrir sjónir eins og Disney lögin en það er bara þannig að Let it go úr Frozen spilar stóra rulli í þríleiknum :) Og textarnir í þessum lögum sem eru þarna tala sérstaklega til mín. Ekki það, innra barnið mitt gleðst alltaf svo mikið yfir teiknimyndalögum og því finnst mér gaman að hafa þau með þó ég sé ekki alltaf í stuði fyrir þau. En þú getur líka bara valið að fela þau lög eða sleppa sem ekki henta þér og þínum smekk, það má!


En ég fór líka að pæla í því hvað tónlist skiptir miklu máli og hvaða áhrif hún hefur á okkur, hvaða hughrif hún getur skapað og stjórnað í raun tilfinningum og skapi. Þess vegna hvet ég þig til að vanda valið vel þegar kemur að því hvað þú hlustar á.


En hér er sumsé lagalistinn minn - njóttu!




 
 
 

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page