Sýningar

Sigga Dögg er ávallt til í allskyns samstarf svo ef þú hefur verkefni á sviði kynfræðarinnar og hvort sem þig vantar ráðgjöf eða samstarfsaðila, ekki hika við að hafa samband!

kynVera: Hugarheimur höfundar (2018)

kynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings sem byggir á hennar eigin upplifunum við að stíga

sín fyrstu skref sem kynvera í bland við spurningar og sögur frá unglingum í kynfræðslu víðsvegar um landið. Hægt er að skoða nafnlausar spurningar unglinga úr kynfræðslu auk muna tengda bókinni og blaðsíður úr bókinni, hlusta á upplestur, skoða ferilinn við gerð forsíðunnar og kynnast höfundi sem ungling og sem kynfræðingi.

 

Þessi sýning hefur verið sett upp í Fisher húsi í Keflavík á Ljósanótt (2018) og á Kaffi Laugalæk (2018).

Hægt er að panta sýninguna inn í sýningarrými stór sem smá, en sýningin hefur vakið mikið umtal.

Sýning Ljósanótt 2018 
Sýning Kaffi Laugarlækur nóv. - des. 2018
Kynfræðingur verður til (2016)

Uppistandssýning sem var sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2016. Sýningin byggir á því hvernig Sigga Dögg uppgötvaði kynlíf og hennar fyrstu skrefum í því. Sýningin naut mikilla vinsælda en

uppselt var á allar sýningar.

Sigga Dögg flytur hluta úr uppistandinu fyrir einkateiti og fyrirtæki.

1/6
Sköpun á HönnunarMars (2015)
1/15

Hvað er kyn? Sköpun var samstarfsvettvangur sex ólíkra einstaklinga sem allir nálguðust sömu spurninguna frá ólíkum hliðum með ólíkum aðferðum. Sýningin var hluti af HönnunarMars.

Sigga Dögg fór fyrir hópnum og skipulagði sýninguna. Hún sýndi níu kynfæramyndir en þær samanstóðu af þremur myndir af hverjum einstaklingi. Á einni mynd voru kynfærin sem viðkomandi fæddist með, á annarri var kynfærum víxlað og svo á þeirri þriðju voru kynfærin fjarlægð með myndvinnsluforriti. Gestir voru hvattir til að velta fyrir sér hvað kyn væri og hver tenging kynfæra væri við kyn.

Hægt er að panta þennan hluta sýningarinnar inn í rými stór sem smá, en sýningin vakti mikla athygli á sínum tíma.

© 2019 Kúrbítur slf.

SDA-logo-pink_4x.png