Verkefni

Sigga Dögg er ávallt til í allskyns samstarf svo ef þú hefur verkefni á sviði kynfræðarinnar og hvort sem þig vantar ráðgjöf eða samstarfsaðila, ekki hika við að hafa samband!

Bókaútgáfa

kynVera (2018)

Fyrsta skáldsaga sem Sigga Dögg skrifar og fjallar hún um unglingsstúlkuna Veru sem er að uppgötva ástina og líkama sinn. Skáldsagan er lauslega byggð á eigin upplifunum höfundar. Bókin er opinská og fjallar um tilfinningar, samþykki og kynlíf á hreinskilin en hispurlausin og húmorískan hátt.

Skólar, bókasöfn og félagsmiðstöðvar geta pantað upplestur úr bókinni til sín.

Bókin er fáanlega í flestum bókabúð og í bókasöfnum.

Á rúmstokknum (2016)

Á rúmstokknum er samansafn pistla og innsendra spurninga frá lesendum Fréttablaðsins á árunum 2010 til 2015.

Bókin er fáanlega í flestum bókabúð og í bókasöfnum

 

Kjaftað um kynlíf (2014)

Kjaftað um kynlíf er handbók fyrir alla fullorðna sem gegna ábyrgðarhlutverki gagnvart börnum og unglingum.

Bókin er kaflaskipt eftir aldri barna; 0-6 ára, 6-12 ára, 12-15 ára, 15-18 ára og er farið í hvað er viðeigandi

að ræða á hverju aldursskeiði. Bókin hefur verið vinsæl hjá foreldrum, sérfræðingum og skólum um land allt.

Kjaftað um kynlíf var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2014 og styrkt af Hagþenki.

Hún er fáanlega í flestum bókabúð og í bókasöfnum

Kynfæramyndir

Árið 2014 tóku Sigga Dögg og maðurinn hennar ljósmyndir af kynfærum Íslendinga. Óskað var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og komust færri að en vildu en Ísland í dag gerði verkefninu ágæt skil. Markmið myndatökunnar var að sýna fjölbreytileika kynfæranna og opna umræðuna um að ekkert væri til sem kallaðist „eðlilegt“ eða „fullkomið“ kynfæri. Myndirnar hafa svo verið notaðar í kynfræðslu um land allt. Kynfæramyndirnar eru einnig í notkun erlendis, en kynfræðisamtök á Norðurlöndunum sýna þær í sinni kynfræðslu auk fleiri kynfræðinga og kynfræðslukennara víða um heiminn. Sigga Dögg hefur prentað myndirnar á póstkort og dreift um allan heim og gefur gjarnan á ferðalögum erlendis þegar hún talar á ráðstefnum og vekja þær ætíð mikla lukku.

Það var ávallt markmiði að hafa þær í góðum gæðum og aðgengilegar notendum að endurgjaldslausu. Myndatakan gekk vel fyrir sig og var bakgrunnur þátttakanda eins og ólíkur og útlit kynfæranna. Í fræðslu hefur því verið tækifæri til að tala um að kynfærin segja ekkert til um kynhneigð, kynvitund eða kynhegðun og því eru þau dýrmætt fræðslutækifæri til að opna á hvernig við hugsum um kynlíf, kynfæri, kyn og unað.

Formaður Kynís (Kynfræðifélag Íslands)

Sigga Dögg hefur verið í stjórn Kynís, kynfræðifélags Íslands frá árinu 2010 og tók við sem formaður félagsins
árið 2014. Í stjórn Kynís sitja að jafnaði fimm stjórnarmeðlimir sem allir hafa það sameiginlegt að starfa á sviði kynfræðinnar á einn eða annan hátt. Aðalfundur félagsins er haldin í maí ár hvert og er kosið til stjórnar en stjórnarseta er til tveggja ára.

Mikilvægur hluti af starfi Kynís er að rækta samband við Norðurlöndin, og Eistaland, og er Kynís hluti af NACS, norrænu klínísku kynfræðisamtökunum. Árlega fer fram ráðstefna á vegum NACS sem aðildalöndin skipta með sér að halda. Ísland hélt ráðstefnuna árið 2015 og fékk sem aðalræðumann bandaríska kynfræðinginn Betty Dodson. Viðburðinn var vel sóttur, erindin ólík og einkar áhugaverð.

Kynís hefur þar að auki staðið fyrir ýmsum viðburðum á höfuðborgarsvæðinu líkt og kynlífskaffi, spilakvöldum, Shibari sýningu, smokkakennslu í strætó, kynfræðslu fyrir eldri borgara og sleipiefnismakk.

Háskólinn í Reykjavík

Almenn kynfræði er valáfangi í Háskólanum í Reykjavík sem stendur sálfræðinemum í grunnnámi til boða. Sigga Dögg og Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur bjuggu til áfangann og kenna hann. Hann var fyrst kenndur á vorönn 2018.

 

Sigga Dögg hefur einnig verið leiðbeinandi í lokaverkefnum nemenda við Háskólann í Reyjavík og við Listaháskóla Íslands.

Tveir + sex

Tveir + sex var sjónvarpsþáttur um kynlíf og ungt fólk sem Sigga Dögg tók þátt í að skrifa handritið ásamt Sunnevu Sverrisdóttur og Veigari Ölnari Gunnarssyni, þátttastjórnendum. Sigga Dögg var einnig sérfræðingur þáttanna. Þættirnir voru sex talsins og voru þeir sýndir árið 2013 á Stöð 3.

Hér má sjá sýnishorn úr einum af þáttunum.

K100 - kjaftað um kynlíf

Útvarpsþættirnir „Kjaftað um kynlíf“ voru á dagskrá á sunnudagskvöldum á K100 frá árunum 2012 til 2013. Sigga Dögg tók viðtöl við ýmsa sérfræðinga, og leikmenn, á sviði kynlífs og kynfræði. Þá gátu hlustendur einnig hringt inn í beinni og spurt spurninga eða sent nafnlausar spurningar í gegnum samfélagsmiðla.

 

Hér má hlusta á nokkra af þáttunum.

© 2019 Kúrbítur slf.

SDA-logo-pink_4x.png