Gjafabréf í nornaferð
Nú er komið aftur að því!
Við Eva Björg ætlum aftur að bjóða nornum að koma með okkur í jóga og nornaferð til Skotlands!
Ferðin í vor (2025) var stórkostleg og heimsóttum við kastala, gerðum galdraskruddu, fórum á galdrasafn og í skoðunarferð, skoðuðum og lásum í tarot spil, gerðum jógaæfingar og teygjur, deildum ráðum með hvor annarri til að auka innsæið og næmnina og auðvitað fengum við okkur haggis! (Það var meira að segja hægt að fá vegan útgáfu :) )
Við ætlum því aftur að bjóða upp á ferð og munum við fljúga til Edinborgar 29.apríl og koma heim 6.maí. Í þetta sinn ferðumst við einnig út fyrir borgina og heimsækjum litla leynilega eyju þar sem við munum kukla og læra að auka næmið okkar og innsæi með ýmsum æfingum.
Þessi ferð er kjörin fyrir þær konur sem langar að prófa eitthvað nýtt, heiðra næmið sitt og innsæi og kynnast öðrum svipað þenkjandi konum. Engin þekking á kukli nauðsynleg og við mætum hvor annarri þar sem við erum.
Tveir hittingar verða með hópnum áður en við förum út og munum við þá spjalla saman, kynnast og kannski leggja niður eitt eða tvö spil :)
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá geturðu sent póst hér á síðunni eða haft samband kvennagaldur@gmail.com
Hlökkum til að ferðast og kukla með þér!
Þú getur notað þetta gjafabréf sem innborgun í ferðina :)
