Kvennahringur - vor´26
Jæja mín kæra!
Viltu vera með í skemmtilegum sjálfseflandi kvennahóp sem gerir allskonar saman?!
Svona virkar þetta:
Ég bý til lokaðann rafrænan hóp á FB þar sem ég mun styðja við og rækta samfélag kvenna með það að markmiði að rækta eigin sálargarð, prófa eitthvað nýtt, kynnast öðrum konum og jafnvel hafa svolítið gaman saman. Í hverjum mánuði verður svo amk einn viðburður í raunheimum sem valkvætt er að sækja. Ég græja og geri og þú bara skráir þig ef þig langar og það hentar þér.
Svo lærum við smá saman inn á hvor aðra og getum þannig bætt við viðburðum sem aukin eftirspurn er eftir og fundið aðra sem okkur langar að prófa!
Viðburðir sem konur hafa lagt til eru: sjósund, heilun, kakó, gusa, öndun, bókaumræður, hugleiðsla, fyrirlestrar (stuttir, ekki langir), dans, sjálfstyrking, skapandi skrif, leikhús, tarot, aukið andlegt innsæi, skógarbað, föndur, varðeldur og umræður, göngutúrar og allskonar. Það var oftast nefnt - bara allskonar.
Svo má bara velja hvað hentar hverju sinni!
Og veistu ég þekki ALLSKONAR frábærar konur sem eru að gera yndislega hluti og verður gaman að tengja okkar góða hóp við þær.
Þá verða 2 rafrænir hittingar í mánuði sem eru opnir hópnum þar sem mismunandi málefni verða tekin fyrir og svo bara spjall til að kynnast!
Dagskráin fyrir vorönn hefst í janúar 2026.
Ég tek eina greiðslu per önn fyrir að halda utan um hópinn, rafrænu hittingana og skipuleggja viðburðina í raunheimum en svo greiðir hver og ein inn á þá viðburði sem hana langar að sækja.
Ef þú greiðir þá ertu komin inn í hópinn. Einfalt :)
Ég hlakka til að kynnast þér!
