top of page
Search

Af hverju nekt?

  • Writer: Sigga Dögg
    Sigga Dögg
  • Sep 24
  • 2 min read

Það er svo fyndið að fjölmiðlar birti hjá sér frétt um það í hvert sinn sem ég striplast og deili því með fólki. Sumir halda að ég sendi inn fréttatilkynningu - geturðu ímyndað þér?!

Ég ætti ekki annað eftir!

ree

En ég skil samt fólk sem pirrar sig á þessum strípagangi mínum „getur manneskjan ekki verið nakin heima hjá sér? þarf hún að auglýsa þetta fyrir alþjóð?! hún er augljóslega athyglissjúk!“

jájá allt er þetta gott og blessað.


En málið með að striplast í náttúrunni og taka mynd af sér er...


Að ég má það.


Bara það.


Ég má það og ég get það.



Veistu hversu byltingarkennt það er fyrir konu að mega?


Í margar aldir höfum við ekki mátt. Verið sagt að hylja og fela. En núna megum við og getum.

Og það er sjúklega mikið frelsi í því og um leið og ég gef sjálfri mér leyfi til að vera í allri minni nöktu fegurð þá fæ ég alltaf svo mörg skilaboð frá öðru fólki sem leyfir sér að fagna eigin líkama.


Þetta snýst bara um að mæta eigin náttúru og móðir náttúru.

Strípa frá sér stétt og stöðu, merki og búning og berskjalda sig.


Ég veit ekki hvort það sé hægt að ná mikið betri tengingu.


ree

En þess vegna elska ég líka kynlífsklúbba þar sem fólk er nakið eða í slopp.

Við verðum öll jöfn. Ég les ekki í klæðaburðinn þinn og þú getur ekki sagt mér neina ósagða sögu af þér og úrinu þínu eða Gucci beltinu. Þú ert bara hér eins og ég, með bumbu og appelsínuhúð og misstór brjóst og ekkert skiptir máli nema hér og nú.

 
 
 

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page