top of page
Search

Hvað er kvennagaldur?

  • Writer: Sigga Dögg
    Sigga Dögg
  • 42 minutes ago
  • 1 min read
ree

Við Eva Björg stofnuðum Kvennagaldur fyrr á þessu ári (2025) og fórum okkar fyrstu ferð til Edinborgar í Skotlandi í vor með hóp kvenna sem þekktist ekki innbyrðis en langaði að ferðast og kanna eigið andlega næmi og skoða hið yfirnáttúrulega. Skotland á langa sögu í tengslum við galdra, álfa og nornir og talið vera mikið orkusvæði og því var viðeigandi að byrja ferðina á því að fara á eldhátíðina Beltane, rétt fyrir utan miðbæ Edinborgar.


Eva Björg leiddi okkur svo í gegnum jóga teygjur og öndun úti í grænu grasinu á daginn og svo örkuðum við borgina endilanga á allskyns viðburði og söfn tengda hinu yfirnáttúrulega. Við heimsóttum yfirgefinn kastala, bjuggum til okkar eigin galdraskruddur, flökkuðum á milli galdrabúða, lögðum fyrir hvor aðra og skiptumst á að skoða stokka hvor annarar, æfðum okkur með pendúl, skoðuðum nokkra reimda staði, borðuðum haggis (ég fékk mér vegan haggis!) og nutum þess að uppgötva borgina saman!


Við erum byrjaðar að plana ferð næsta árs en þá förum við aftur á Beltane hátíðina og verðum nokkra daga í Edinborg og förum svo á litla eyju rétt fyrir utan Edinborg þar sem við kuklum, tökum hugleiðslu og jóga, og tengjumst innsæinu okkar.



Ef að þú vilt koma með í ferðina á næsta ári, förum 29.apríl og komum heim 6.maí þá geturðu sent mér skilaboð hér á síðunni eða sent okkur tölvupóst á kvennagaldur@gmail.com


Þetta er kjörin ferð fyrir konur sem langar að rækta innsæið sitt enn frekar og vilja vera í opnum félagsskap að ræða andleg málefni og skiptast á þekkingu :)


Og núna fyrir jólin er tilboð á gjafabréfum sem gilda sem inneign uppí ferðina!


Gjafabréf í nornaferð
ISK 15,000.00ISK 10,000.00
Buy Now
Gjafabréf í nornaferð
ISK 25,000.00ISK 20,000.00
Buy Now

 
 
 

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page