Kjaftað um kynlíf - og hvað svo?
- Sigga Dögg
- Sep 24
- 3 min read
Jájájá bókin hefur verið uppseld í sjö ár - ég veit!

Og nei mig hefur ekki langað að endurprenta hana, hún var skrifuð 2014 og margt stenst tímans tönn ágætlega en mér fannst það þjóna efninu betur að vippa því yfir á rafrænt form og gera úr því fyrirlestraröð!
Ég skrifaði bókina í fæðingarorlofi þegar ég var með miðjuna mína á brjósti og var að kafna úr metnaðargirni og ÉG ÆTLA AÐ FRÆÐA ALLT ÍSLAND OG GERA ALLT FRÁBÆRT hugmyndir. Ha ha. Those were the days.
Og ég fékk útgáfusamning og allt! Fyrsta bókin mín! Og ég fékk faglegan styrk til að skrifa hana OG hún fékk tilnefningu frá Fjöruverðlaununum í flokki fræðirita. Þetta var ótrúlegur tími.
Ég flakkaði um allt landið með fyrirlestra og seldi hana svo eftir hvernig fyrirlestur.
Ég vissi að hún væri best-seller, svo ég sletti. Það var eins og hún væri skrifuð í gegnum mig þó hún byggði á minni fagþekkingu, ég skrifaði hana í hálfgerðri maníu með litla krílið mitt á túttunni. Ég varð að koma öllu frá mér, ekkert og enginn mátti vera útundan.
Ég hélt líka að Menntamálaráðuneytið myndi kaupa hana fyrir alla grunnskóla á Íslandi en svo fór ekki. Ég var kölluð inn á fund hjá þeim og hundskömmuð fyrir að banna ekki endaþarmsmök og segja að klám væri ofbeldi og leiddi til ofbeldis.
Segi það og skrifa.
Ég varð svo agndofa og hrygg í hjartanu, þetta kom mér í svo mikið uppnám, að ég man enn svitalyktina af mér þegar ég gekk útaf fundinum, kjaftstopp, og brjáluð. Þorði samt ekki að segja neitt því ég var svo hrædd við að vera bönnuð frá öllum skólum. En síðan eru liðin 11 ár - eigum við að halda að það sé í lagi að segja þetta núna?
En svona í alvöru, þetta með raffyrirlestrana - Er ekki krúttlegra að hafa þetta svona eins og þú sért að fá persónulegan fyrirlestur með mér heima í stofu?
það týnist nefnilega sumt í skrifuðu formi auk þess sem fjöldi foreldra rétti bara unglingunum sínum bókina og forðuðust að lesa hana sjálf til að fræðast og nýta og þá er markmiðinu ekki alveg náð því hún er jú skrifuð til að fræða FULLORÐNA! HA HA!
Við þurfum nefnilega að aflæra fjölmörg skilaboð sem við fengum í æsku sem ollu okkur skömm og kvíða og með því að læra „fyrir barnið sitt“ þá geturðu líka heilað og hjálpað innra barninu þínu sem enn getur gengið með sár úr æsku.
Svo það er til mikils að vinna að leyfa sér að fræðast um þessi mál, þó svo þú teljir þig vita allt :)
En rafrænu fyrirlestrana geturðu nálgast hér. Þeir eru geggjaðir, þó ég segi sjálf frá.

Þú þarft að kaupa aðgang en hefur þá aðgang að öllu efninu á síðunni, ekki bara þessari fræðsluröð en fyrirlestrarnir eru aldursskiptir svo þú getur valið hvað hentar þér og þinni fjölskyldu hverju sinni.
Á mínu heimili eru málin rædd hversdagslega, við matarborðið, í göngutúrum eða bíltúrum og helst á afslappaðan hátt þó það sé reyndar ansi oft hlegið að orðum eins og typpi og píka og oft er sagt „mamma ojjjjjj“ en þetta er eins og ég segi, mörg lítil samtöl en ekki eitt stórt.
Og í raun mætti segja það sama um fullorðinssambönd, þau byggja á mörgum litlum samtölum en ekki einu stóru.
En ekki gera ekki neitt.
Ef þú vilt frekar bókina en raffyrirlestra þá geturðu nálgast hana á næsta bókasafni :)



Comments