Kvennahringur - viltu vera með?
- Sigga Dögg
- 5 days ago
- 2 min read
Updated: 5 days ago
UPPFÆRT 10.JÚLÍ
Nú snúast hjólin hratt! Hér getur þú skráð þig og greitt og ert komin í hópinn!
Mig langar að kanna hvort það sé áhugi hjá konum fyrir því að vera hluti af smá samfélagi kvenna sem hittist einu sinni til tvisvar í mánuði í þeim tilgangi að rækta sig sjálfar, svona sjálfshylling, sjálfsást, sjálfsfögnuður, me-time, bara hvað sem þú vilt kalla það. Æ þú veist, þú ert kannski forvitin um allskonar en átt ekki vinkonu sem er til í að fara með þér í svona „skrýtið“ stúss og þar kem ég til sögunnar!

Mig langar að stofna hóp sem hittist reglulega til að gera hluti sem eru til þess eins fallnir að rækta gleði og sál (og eru ekki líkamlega krefjandi eins og fjallganga eða þríþraut) og hjálpar okkur að að dýpka tenginguna okkar við okkur sjálfar.
Ég elska að prófa nýja hluti og um leið og ég kemst að einhverju sem mér finnst vera snilld þá langar mig að segja alheiminum frá því, helst um leið! Og á þessu sjálfshjálpar- og innra andlega ferðalagi sem ég hef verið á undanfarin ár hef ég kynnst ótrúlega mögnuðu fólki sem er að hjálpa öðrum, eftir ólíkum leiðum, og mig langar að leiða saman fólkið sem ég hef kynnst og þekkinguna sem ég hef viðað að mér svo að þú getir líka skoðað þig frá ólíkum hliðum en samt með smá utanumhaldi og leiðsögn.
Þannig væri ég einskonar fararstjóri hópsins.
Við byrjum á suðvesturhorninu og sjáum hvernig þetta gengur.
Þú getur skráð þig á lista hér ef þú vilt fá póst og vera inní þróun þessa pælinga hjá mér :) Og það eru nokkrar spurningar sem mér þætti vænt um að þú myndir svara ef þú hefur áhuga og nennu!
Hvernig hljómar þetta - værirðu til í að vera með?
Værirðu til í að vera með í svona kvennahring?
Já algjörlega!
Neeeeeeeei
Comments