Að sjá ljósið í konum - sjálfsræktarpepp
- Sigga Dögg
- Sep 29
- 2 min read

Ég brenn fyrir því að breiða út kærleika og ljós og fá fólk, sérstaklega konur, til að sjá sinn innri styrk.
Segi það og skrifa.
Þessi lífssýn í raun formar allt starf og alla mína sköpun, ég nenni ekki að gera eitthvað nema ég hafi trú á því að það geti fært gleði, kærleika og ljós.
Og nú hefur kvennahringurinn verið í gangi í rúman mánuð þegar þetta er ritað og það hefur gefið mér svo mikið og verið svo skemmtilegt! En hann hefur líka fengið mig til að pæla aðeins, hvernig get ég dregið saman allar þessar sjálfshjálparbækur sem ég hef lesið undanfarin ár og hafa gefið mér svo mikið frelsi, hvernig get ég miðlað þeim fróðleik áfram?
Auðvitað er þríleikurinn um Marínu (Tryllingur, Frelsi, Ævintýri) stór tilraun til þess líka og þess vegna setti ég inn allar sjálfshjálparbækurnar sem hún/ég hef hlustað á en mér finnst eins og það mætti líka kjarna ákveðna hluti og punkta - draga þetta saman til að svona koma fólki af stað.
Stór doðrantur er kannski ekki beint hvetjandi.
Og ég sé ekki fyrir mér að gera þetta að útgefinni bók heldur einhverju haldbæru, einhverju aðgengilegu sem þú getur unnið með eins og þér hentar og alltaf haft til taks og þess vegna hugsaði ég eitthvað rafrænt.
Og þú veist að ég elska dagbækur - nei sko ELSKA!
Alveg eins og jólasveinarnir eru 13 þá hugsaði ég þetta sem sjálfshjálpargyðjurnar sem eru komnar til að færa þér daglega gjöf, beint í innhólfið sem svona eins og vinkona að senda þér skilaboð. Kærleiksrík og peppandi skilaboð sem kannski fá þig til að sjá sjálfa þig og heiminn í ögn fallegra ljósi.
Hvernig finnst þér þetta hljóma?



Comments