top of page
Search

Ertu nokkuð sjálfselsk?

  • Writer: Sigga Dögg
    Sigga Dögg
  • Sep 24
  • 2 min read
ree

Vá ég er búin að pæla svo mikið og oft í þessu orði.


S-J-Á-L-F-S-E-L-S-K


Eitt það versta skammaryrði sem til er.


Það er varla til ljótari lýsing á manneskju, eða hvað?



En stöldrum við - erum við þá ekki í mótsögn í samtímanum að vera alltaf að tala um sjálfsást?


Erum við kannski flest meira eða minna í kulnun því það að elska sig sjálfan var hin æðsta synd? (reyndar voru Jesús og María Magdalena mikið í liðinu með því að elska sjálfan sig og svo aðra)



Og svo ég vitni ekki í minna fólk en RU PAUL - „If you cant love yourself, how the hell you gonna love somebody else?!“


Og jú þetta hefur verið debatað fram og tilbaka. En þetta meikar samt svo mikið sense. Ég sé að svo margar ákvarðanir sem ég hef tekið og ábyrgð sem ég hef afsalað mér og sett á hendur annarra sem ég elska snérust að sjálfshatri. Ég ætlaði öðrum að elska mig nógu heitt svo ég myndi elska mig sjálf. Ætlaðist til að þeirra ást myndi úthýsa eigin illsku og ljótleika. En það bjó bara til gremju því það var aldrei neitt nóg því ég var aldrei nóg.


Þar til nú.


Eins og Grýlurnar sungu: Ég skil og veit og get.


En þetta er ekkert leyndarmál, spekingar og vitringar og trúarbrögð hafa sagt þetta öldum saman.


Og þú veist hvernig ég virka - um leið og ég læri eitthvað verð ég að miðla því áfram svo ég er að búa það til. Mín bestu ráð og æfingar til að líða aðeins betur og rækta sjálfsást.


Svo ég bjó þetta til:


Vertu þín eigin besta vinkona


💫Langar þig að auka sjálfsmildi? Og upplifa ögn meiri gleði?

💫Er margt sem þig langar að gera en gerir ekki?

💫Finnur þú að í þér býr einhver orka sem þráir frelsi?


Hvernig litist þér á að byrja nýtt ár á því að fá sent þrettán dagleg skilaboð í tölvupósti til að koma þér af stað í breytt hugarfar gagnvart sjálfri þér og þínum innri hugsunum?💫

Þú skráir þig hér og frá og með 1.janúar 2026 til 13.janúar mun ég senda þér daglega tölvupóst með æfingu og hugvekju til að hrista upp í kerfinu þínu, auka sjálfsmildi og vonandi glæða lífið aðeins meiri töfrum💫

Ég deili með þér ráðum sem ég hef sankað að mér frá spekingum eins og Eckhart Tolle, Brené Brown, og Oprah sem hafa hjálpað mér að auka sköpunarkraftinn minn, sjálfstrúna og lífsgleðina💫


🌟Þetta gæti verið kærkomin gjöf fyrir vinkonuna sem hefur ekki trú á sér og sér ekki eigið ljós sem þú sérð skína svo skært🌟


Can I get an AMEN up in here?!













Can I get an AMEN up in here?!

 
 
 

1 Comment

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Trumpet
Oct 24

Hvernig getur þú kallað þig kristna, þegar flest allt sem þú segir og gerir, stangast gersamlega á við það sem

Biblían kennir. Ég mundi kalla það hámark hræsninnar.

Like
bottom of page