15 bestu klámmyndirnar

Ég hef svo gaman af svona allskonar listum! Maður kemst varla í gegnum heilan dag á netinu án þess að lesa um 5 bestu grænmetistegundirnar og 17 hluti sem þú ættir að vita um kynlíf en veist ekki. Ahhhh svo skemmtilegt.

Eins og þessi titill t.d., hann greip þig, ekki satt? 🙂

Ég er ótrúlega oft spurð út í klám og beðin um að koma með ábendingu á gott klám, eða betra klám, jafnvel fjölbreyttara klám. Ég er hrifin af klámi sem setur sér siðareglur og að leikarar séu þar því þeir kjósi að leika í klámi en eru ekki lyfjaðir eða af öðrum ástæðum. Vissulega eru fjárhagslegar forsendur til staðar en það er líka ástæða þess að við vinnum, til að fá greidd laun. Ég nenni ekki útí þá orðaræðu en það er  til klám sem fólk reynir að framleiða af heillindum auk þess að fá greitt fyrir vinnu sína.

Eftirfarandi ábendingar eru vel þess virði að kíkja á.

Verkefnið hennar Cindy GallopMake love, not porn

Hér útskýrir hún verkefnið á TED fyrirlestri.

Svo hef ég talað um Barcelona Project eftir Ericu Lust áður og bókina hennar Good Porn: A womans guide

Hér má nálgast feminískan klám leiðarvísi og hér er listi yfir árlega verðlaunahafa Feminísku klámverðlaunanna, einhverjar góðar myndir ættu að leynast þar.

Ef þig vantar aðeins fræðilegri lesningu þá mæli ég með þessari grein, ég fann mig mjög þar sem kynfræðari og fjallar hún um Sex positivity (sem ég er ekki alveg viss hvernig er íslenskað…?)

En annars verð ég að tala um eitt.

Ég á allskonar bækur sem fjalla um kynlíf en alltaf þegar líffærafræði píkunnar er útskýrt þá er myndin svona:

Photo on 1.5.2014 at 10.12

 

Það er eins og líkaminn og píkan sé með diskópartí ef miðað er við alla þessa litadýrð.

Mér finnst þetta mjög villandi og ég vil frekar ljósmyndir, annað er bara skrýtið, ekki satt?

Svo fann ég loksins lag sem mér þykir almennilega sexí! Ég hef leitað lengi og þetta lag hefur legið í dvala hjá mér í mörg mörg ár en nú endurnýjuðum við kynni okkar. Komdu sæll Hr. Tricky…

[youtube]E3R_3h6zQEs[/youtube]

Gleðilegan 1.maí!

Sigga Dögg kynfræðingur